Grænkál. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Það er ekki einfalt að fylgjast með og halda skrá yfir ræktunina og árangur hennar, jafnvel þó fartölva sé við höndina. Það er nógu erfitt að gera töflu yfir sáðskiptingar í görðunum. Að ætla sér að skrá niður árangur af sáningu, spírun, vexti og uppskeru margra grænmetistegunda, sem jafnvel er sáð til oftar en einu sinni, er verulega flókið.

Skást virðist mér að halda utan um hverja tegund fyrir sig og fylgja henni eftir. Miklu erfiðara að skrá eftir dögum og vikum. En jafnvel þó skráð sé nokkuð vandlega virðist erfitt að átta sig á því af hverju fræ spíra stundum frábærlega vel og stundum láti allt á sér standa. Þó hjálpar skráning til að fá einhverja hugmynd um við hverju má búast.

Spírunartími einstakra plantna er mjög misjafn. Veður spilar líka þarna inn í og margir trúa að tunglið geri það einnig. Sumar algengar tegundir spíra inni við góðar aðstæður á fjórum dögum en gulrætur úti geta tekið sér þrjár, fjórar vikur áður en fyrstu broddarnir sýni sig. Radísur og salat getur verið tilbúið til matar eftir sex vikur frá sáningu við góðar aðstæður.

Ljósmynd: Grænkál, Guðrún Tryggvadóttir.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. 

Birt:
22. mars 2015
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Að skrifa niður“, Náttúran.is: 22. mars 2015 URL: http://natturan.is/d/2007/11/07/skrifa-niur/ [Skoðað:26. mars 2019]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. nóvember 2007
breytt: 22. mars 2015

Skilaboð: