Hóffífill [Tussilago farfara] er nú að komast í blóma en á vefnum liberherbarum.com er heilmikið efni að finna um jurtina og hvar frekari fróðleik er að finna.

Á floraislands.is segir Hörður Kristinsson svo um jurtina:

Hóffífill [Tussilago farfara] er slæðingur sem hefur breiðst mjög út á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Hann mun einnig vera kominn til nokkurra annarra bæja ...

Birkielixír til yngingar (eftir 35 ára aldurinn)

Innihald:
Birkilauf*, safinn úr 20 sítrónum, hrásykur.
Hlutföll: 1,5 kg. birkilauf.
Safinn úr 20 sítrónum.
3,5 kg. hrásykur.

Nýttir plöntuhlutar: Ný lauf og óskemmd.
Tími söfnunar: Að vori.

  1. dagur: Soðnu vatni hellt yfir birkilaufin í stórum potti og látið liggja yfir nótt. Vatnið á að fljóta vel yfir laufin.
  2. dagur: Birkilaufin ...

Þegar kúmenið er þroskað síðsumars hefur mér verið kennt að bíða þangað til fræið er rétt að byrja að falla úr fræhúsunum. Taka þá einn og einn knúpp eða blómkörfu, klemma hana saman með fingrunum og strjúka fræin úr fræhulstrunum niður í skál. Kúmen er notað í brauð. Amma mín hitaði kúmen í mjólkinni, sem átti að fara í laufabrauðið ...

Haugarfi [Stellaria media] er af flestum talið hið leiðinlegasta illgresi, en eins og svo margt annað í náttúrunni leynir hann á sér. Hann er m.a. notaður í mörg krem og áburði, þá sérsaklega í vörum frá tveimur íslenskum framleiðendum sem á síðustu árum hafa verið að slá í gegn með framleiðslu sína. Í 24-stunda kreminu frá tær icelandic er ...

Nýlega opnaði Jurtaapótek Kolbrúnar Björnsdóttur grasalæknis vef þar sem kennir margra grasa í orðsins fyllstu merkingu. Vefurinn jurtaapotek.is inniheldur mikið magn upplýsinga og uppskrifta auk þess sem þar er hægt að kaupa allar helstu vörurnar sem Kolla grasalæknir hefur þróað á sl. árum, og meira til. Má þar nefna vörur eins og krydd, olíur, ofurfæði, ilmkjarnaolíur, blómadropa og tinktúrur ...

Sigríður Ævarsdóttir, dóttir Ævars Jóhannessonar og konu hans Kristbjargar Þórarinsdóttur, hóf nýlega framleiðslu og markaðssetningu á Lúpínuseyði Ævars eftir uppskrift frá föður sínum sem sauð lúpínuseyði um árabil fyrir sjúklinga sem leituðu til hans í von um bata. Ævar hætti að sjóða lúpínuseyði fyrir þremur árum síðan og söknuðu þá margir drykkjarins göruga sem hjálpað hafði svo mörgum. Það er ...

Það eru til um 200 tegundir af Aloe Vera plöntum í heiminum en sú sem hefur mestu næringar- og lækningaeigileika er Aloe Vera Barbadensis Miller. Þessi planta hefur þykk og safarík blöð og vex best í heitu og þurru loftslagi, hún líkist kaktus en er meðlimur í liljulauksfjölskyldunni íkt og hvítlaukur. Báðar plönturnar hafa mikla næringar- og lækningaeiginleika. Lækningareiginleikar Aloe ...

06. September 2007

Lífræn heilsuvöruframleiðsla á Íslandi - Jurtaapótek Kolbrúnar grasalæknir ehf.fær vottun.

Jurtaapótek Kolbrúnar grasalæknis ehf. á Laugavegi 2 í Reykjavík fær í dag vottun Vottunarstofunnar Túns til vinnslu, pökkunar og sölu afurða úr jurtum og jurtaolíum samkvæmt alþjóðlegum reglum um lífrænar aðferðir.

Vottunin nær til vinnslu á lífrænum lækningajurtum, te- og kryddjurtum, jurtaolíum, og öðrum heilsu- og snyrtivörum. Vottorð þessu til ...

Hægðatregða stafar oft af röngu mataræði, hreyfingarleysi og skorti á gróf- og hrámeti sem örvar stórþarma. Hægðatregða getur verið vísbending um sjúkdóm í stórþörmum og einnig getur óvirk lifur orsakað hægðatregðu. Ef orsökina er að finna í stórþörmum getur hún annað hvort verið van- eða ofvirkur ristill.

Vanvirkan ristil má yfirleitt örva með reglulegum líkamsæfingum og styrkjandi jurtum, d.d ...

Efnisorð:

Messages: