Hugleiðingar á Ólafsdalshátíð 2014, um sjálfbærni þá og nú

Domenique Pledel JónssonDominique Plédel Jónsson flutti eftirfarandi erindi á Ólafsdalshátiðinni í ár:

Góðir gestir.

Ég kynntist Ólafsdal í Möðrudal. Já, þetta hljómar sérkennilega, en tengingin er þó ekki svo fjarstæðukennd. Húsfreyjan unga í Möðrudal var að lesa bókina „Sigríður stórráða“ eftir Játvarð Jökul Júlíusson og Sigríður var jú frá Skáleyjum á Breiðafirði. Jón Sigurðsson hafði sent hana til Danmerkur í kringum 1860 til að læra að meðhöndla mjólk og taka þá þekkingu með sér heim að námi loknu. Sem hún og gerði og var hún svo lengi bústýra – og jafnvel meira – í Möðrudal. Þetta leiddi mig til að lesa bók Játvarðs um Torfa Bjarnason og vakti forvitni mína, ég hafði þarna opnað kistu sem mig langaði ekki að loka aftur.

Mikið var hún merkileg, starfsemin sem fór fram í þessum fyrsta skóla fyrir bændur á Íslandi. Það hefur þurft hugsjón, seiglu, trú og langtímasýn til að byggja upp þetta litla samfélag sem var algjörlega sjálfbært. Þessi sjálfbærni kom ekki til vegna þess að það þyrfti að slá skjaldborg um heimaframleiðslu – hún var til vegna þess að það bauðst engin önnur leið – og það sem gert var, var þó betra en það sem þekktist víðast hvar annars staðar. Það er ekki víst að allir geri sér alveg grein fyrir því hvað er átt með sjálfbærni.

Ég var á fundi fyrir stuttu þar sem talað var um að vistræktun – hvað sem það nú er – væri sjálfbær en lífræn ræktun hins vegar ekki, og annar fundargestur lýsti sjálfbærni sem „nostalgí“ eða eftirsjá eftir fyrri tímum. Ef dæma má út frá þessum athugasemdum eigum við langt í land í að verða sjálfbær. Einfaldast er að segja að sjálfbærni sé hringrás, við gefum jörðinni tilbaka í jafn miklum mæli og hún gaf okkur. Það er ekkert nostalgískt við það. Menn voru áður fyrr í nánari tengslum við móður jörð, þekktu hana betur og virtu hana því þeir vissu af aldalangri reynslu að án þessara tengsla væri ekki hægt að tóra í þessu landi þar sem jafnvægið sem tryggði lífsskilyrði var alltaf brothætt.

Hér í Ólafsdal var frumkvöðlastarfsemi í túnrækt og vatnsveitu, hér var framleitt skyr, hér voru framleiddir ostar, meira að segja Roquefort-ostur. Hér var ræktað lífrænt því að tilbúinn áburður var ekki kominn til sögunnar, þetta var hefðbundinn landbúnaður. Mjólkin var ekki gerilsneydd því að það þekktist ekki, hún hefur í besta falli verið soðin eftir þörfum en aðallega var hún unnin með öðrum hætti. Lítið var aðkeypt og námið fyrir stúlkurnar var líka frumkvöðlastarf og hefur skipt sköpum fyrir þær. Þetta þarf ekki að vera nein glansmynd, baráttan var hörð og náttúruöflin ekki blíð. Barnadauði var mikill, menn fórust í sjóslysum, heilu áhafnir stundum og heilu fjölskyldurnar. – Þið þurfið ekki Frakka, fæddan í París, til að rifja þetta upp, en þið vitið, það er kannski þetta með gestsaugað. – En maðurinn hafði betur. Það var ekki tekið meira af náttúrunni en þurfti, engu var hent. Í Ólafsdal var markmiðið að gera betur svo að bændur gætu haft það aðeins betra. Örlítið betra.

Bændaskólinn í Ólafsdal myndi aldrei fá starfsleyfi í dag.

Það væri ekki leyfilegt að framleiða skyr úr mjólk af eigin búi, það þyrfti helst annaðhvort að kaupa mjólkina af Mjólkursamsölunni eða uppfylla sömu kröfur og eru gerðar til stærsta framleiðandans. Það er ekki leyfilegt að framleiða ost úr ógerilsneyddri mjólk – þótt síðasta tilfelli af berklum sem hugsanlega má rekja til mjólkur hafi verið skráð 1958 og hverjum öðrum en útlenskum vinnumanni skyldi hafa verið kennt um?!!

Það þarf að greiða stórar fjárhæðir í dag til að fá vottaða ræktun sem var svo sjálfsögð fyrir 100 árum síðan að hún var ekki einu sinni kölluð lífræn – og á meðan er verið að tæma birgðir heims af þeim efnum sem þykja ómissandi við svokallaða hefðbundna ræktun. Í dag erum við hrædd við að borða mat, við borðum aðallega næringarefni. Í dag viljum við fá allt og það strax, án þess að hugleiða afleiðingarnar af þessum kröfum. Við viljum breyta kúakyni sem hefur dugað í meira en 1000 ár því við þurfum að framleiða meira kjöt. Núna! Meiri mjólk! Núna! Ísland gæti verið fyrirmynd að því að vera sjálfbært samfélag sem ber virðingu fyrir móður Jörð og börnum hennar, Ísland gæti auðveldlega sýnt fram á að það þurfi ekki alltaf að biðja um meira og það strax, að það sé auðvelt að vera nægjusamur. Að það þurfi ekki að byggja samfélag á neyslunni einni.

Íslandsstofa bað okkur landsmenn í fyrra um að tilnefna staði sem átti að safna undir heitinu „My secret Iceland“ til að reyna að dreifa ferðamannastraumnum um allt land. Ég tilnefndi Ólafsdal, ég veit að vísu ekki hvort tillaga mín var notuð, en ég vildi með þessu deila með sem flestum því ótrúlega starfi sem hér átti sér stað fyrir meira en 100 árum en líka því starfi sem hér fer fram núna til að bjarga því sem eftir er og þar með bjarga sögu staðarins. Það er nefnilega hér á þessum stað sem einstakt tækifæri gefst til að skilja hvað átt er við þegar talað er um sjálfbærni, þegar talað er um lífræna ræktun. Þá. Og nú.

Gleðileg Ólafsdalshátíð!

08/16/2014
Meira

Áburðargjöf í lífrænni ræktun á Íslandi

PaprikuræktunSkýrslan Áburðargjöf í lífrænni ræktun á Íslandi er komin út hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við bændur í lífrænni ræktun. Verkefnisstjóri var Christina Stadler.

Fram til þessa hafa grænmetisbændur í lífrænni ræktun einkum notað sveppamassa (1,9% N) til áburðargjafar. En nú hefur verið bannað að nota sveppamassa í lífrænni ræktun vegna þess að hann inniheldur hænsnaskít úr hefðbundinni hænsnarækt. Það er því brýn þörf á því að finna aðra áburðargjafa sem uppfylla næringarþörf plantna og má jafnframt nota í lífrænni ræktun.

Sett var upp pottatilraunin með plöntumoltu (0,9% N), moltu úr búfjáráburði (1,9-2,6 ...

07/07/2014
Meira

Verndum fagfólk, viðskiptavini og náttúru

Síðastliðin 15 ár hefur orðið bylting á Norðurlöndunum hvað varðar vitneskju um innihaldsefni snyrtivara og forvarnir um hollustuhætti í hársnyrtifaginu. Danir fara þar fremstir í flokki með virtar rannsóknir, vottaðar Grænar stofur og fræðslu innan fagsins.

Á Gentofte sjúkrahúsinu í Danmörku er staðsett þekkingasetur fyrir hársnyrta og snyrtifræðinga.
Þar eru gerðar rannsóknir sem varða húðvandamál og öndunarfærakvilla hjá hársnyrtum og snyrtifræðingum ásamt því að barist er fyrir bættum vinnuaðstæðum.

Í þessari grein verður stiklað á stóru um það hvernig við, hársnyrtar, getum farið betur með okkur sjálf, viðskiptavini okkar og umhverfið í leiðinni.

Húðsjúkdómar

Samkvæmt rannsóknum innan Evrópusambandsins eru hársnyrtar ...

07/02/2014
Meira

Verndun hafsins föst í neti skrifræðis

Ákvörðunarferlar sem eiga að tryggja jafnvægi milli umhverfissjónarmiða og sjávarútvegs í Norðursjó eru flóknir og óskilvirkir og hafa neikvæð áhrif bæði á umhverfi hafsins og ríkisfjármálin. Í nýrri skýrslu frá Norrænu ráðherranefndinni er kallað eftir skilvirkara ferli.

Alþjóðlegt samstarf um sjávarútveg og umhverfisvernd í Norðursjó er tímafrekt, dýrt og óskilvirkt. Með nýju, skilvirkara ferli væri hægt að spara tíma, peninga og aðrar auðlindir og um leið bæta samskiptin milli hagsmunaaðila þannig að bæði vistkerfin og ríkisfjármálin hafi gagn af. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem hugveitan Nordic Marine Think Tank (NMTT) hefur tekið saman fyrir Norrænu ráðherranefndina.
Flókið ákvörðunarferli ...

06/06/2014
Meira

Virkjanasinnar fá hreinan meirihluta í sveitastjórnum utan Reykjavíkur

Virkjanasinnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fá hreinan meirihluta næstum allsstaðar utan Reykjavíkur. Grænt ljós er gefið á virkjanaframkvæmdir um allt land. Umhverfissjónarmið mega sín lítils og verða undir.

Þetta eru stóru fréttirnar úr kosningunum í gær. Með hverjum Samfylking myndar meirihluta í Reykjavík er smámál miðað við virkjanamálin.

Kaupfélag Skagfirðinga og Framsóknarflokkurinn fær hreinan meirihluta í Skagafirði. Kaupfélagsstjórinn hefur lýst yfir skýrum vilja til að virkja Héraðsvötnin og núna hlýtur hann að sæta lagi og setja Villinganesvirkjun af stað.

Virkjanaglöð ríkisstjórn situr í Stjórnarráðinu, tilbúin að finna erlent lánsfé sem hægt er að nota til framkvæmda. Lánstraust Íslands er að batna ...

06/01/2014
Meira

Garðyrkjustöðin Akur er ekki lengur með lífræna vottun

Frá byrjun lífrænnar ræktunar á Íslandi hefur svepparotmassi þjónað sem einn öflugasti áburðargjafinn í ylrækt en svepparotmassinn fellur til sem aukaafurð úr sveppaframleiðslu Flúðasveppa.

Árið 2007 fengu Vottunarstofan Tún og Sölufélag garðyrkjumanna breska sérfræðinginn Dr. Roger Hitchings til að meta kosti og galla lífrænnar ylræktar og möguleika á aukningu hennar hér á landi. Dr. Hitchings taldi m.a. að jarðvegssuða væri ofnotuð í ylrækt,  sem bæri aðeins að leyfa í undantekningar tilvikum vegna neikvæðra áhrifa á lífríki jarðvegsins. Hann taldi þörf á að efla skiptiræktun og þá væri sömuleiðis nauðsynlegt að hætta notkun svepparotmassa sem byggði á hráefnum úr verksmiðjubúskap ...

05/26/2014
Meira

Leiðbeiningar til hjólreiðamanna vegna umferðarmengunar

Hjólreiðamenn verða að gæta sín sérstaklega þegar hjólað er í borgum þar sem er mikil umferðarmengun. Rannsóknir hafa sýnt að hjólreiðamaður í áreynslu andar dýpra en t.d. ökumaður bifreiðar, þannig að ef hjólreiðamaður verður fyrir mikilli útsetningu gegn mengandi efnum er hætta á því að þau berist auðveldlega ofan í lungu.

Svifryk er yfirleitt ekki mjög hættulegt nema það sé minna en PM 2,5. Það fína svifryk sem er undir PM 2,5 kemur yfirleitt beint frá útblæstri bifreiða, það fer beint ofan í lungu og kemur sér fyrir í lungnablöðrunum þar sem það leysist upp og efnin ...

05/20/2014
Meira

Hvernig flokka ég?

Oft er rætt um að við þurfum rými í kringum okkur. Við viljum geta dansað á stofugólfinu og hreyft okkur eðlilega í híbýlum okkar. Þetta er ekki síst mikilvægt hér á Íslandi þar sem fólk eyðir stórum hluta af tíma sínum innandyra og getur ekki eytt löngum stundum úti á götum og torgum.

En oft eru heimili okkar full af hlutum sem við höfum í raun og veru enga þörf fyrir. Ef þú hefur ekki notað einhvern hlut (nema jólaskrautið) undanfarna 12 mánuði, eru litlar líkur á því að þú þurfir raunverulega á þeim hlut að halda. Hvernig væri því ...

05/05/2014
Meira

Birkielixír - Vorkúr

Birkielixír til yngingar (eftir 35 ára aldurinn)

Innihald:
Birkilauf*, safinn úr 20 sítrónum, hrásykur.
Hlutföll: 1,5 kg. birkilauf.
Safinn úr 20 sítrónum.
3,5 kg. hrásykur.

Nýttir plöntuhlutar: Ný lauf og óskemmd.
Tími söfnunar: Að vori.

  1. dagur: Soðnu vatni hellt yfir birkilaufin í stórum potti og látið liggja yfir nótt. Vatnið á að fljóta vel yfir laufin.
  2. dagur: Birkilaufin tekin úr vatninu og vatnið hitað aftur að suðumarki og laufin sett aftur í vatnið.
  3. dagur: Birkilaufin tekin úr vatninu og vatnið hitað aftur að suðumarki og laufin sett aftur í vatnið.
  4. dagur: Birkilaufin tekin úr vatninu og vatnið hitað ...
04/11/2014
Meira

Viltu styrkja verkefni sem Náttúran.is vinnur að?

Starfsfólk okkar leggur á sig ómælda vinnu til að sinna þeim verkefnum sem okkur finnast vanrækt í samfélagi ofneyslu og græðgi. Það þýðir samt ekki að við getum verið án tekna . 

Margir aðilar hafa lagt hönd á plóg, einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Bæði með vinnu, efni, fé og á ýmsan hátt annan.

Ef þú getur lagt að mörkum eru ýmsar leiðir. Best er að hafa sambandi við framkvæmdastjóra, Guðrúnu Tryggvadóttur gunna@nature.is, GSM 863 5490 eða styrkja okkur í gegnum Paypal.

04/09/2014
Meira

Innigarðurinn

Inniræktun Garður, sem er undir þaki, er virkur næstum allt árið. Sérhvert gróðurhús hefur sitt eigið loftslag. Hita- og rakastig er mismunandi í heimagróðurhúsum, sem bjóða þar af leiðandi upp á mismunandi vaxtarmöguleika fyrir plöntur. Mitt gróðurhús er bogaplasthús með tvöföldu plasti og hefur svolitla volgru af heita pottinum, sem notar frárennslisvatn af húsinu. Yfir pottinum er állok svo gufa og vatnshiti helst inni, en álflöturinn hitar ögn svo þarna frýs ekki nema í miklum kuldum. Reyndar læt ég frjósa til að reyna að eyða skorkvikindum og galopna því dyrnar einn til tvo sólarhringa um áramótin áður en nýr vöxtur fer ...

03/18/2014
Meira

E-efna listi

E-efna tólið má einnig nálgast beint sem vef fyrir farsíma.

02/19/2014
Meira

Kristnun jóla

Afmælishátíðir eru eldforn siður. Einkum hafa menn eftir að tímatalsþekking jókst nægilega haldið upp á afmælisdaga látinna ættingja. Afmælisdagur þjóðhöfðingja var og víða hinn opinberi þjóðhátíðardagur einsog hjá keisaranum í Róm og drottningunni á Englandi.

Það var því engin furða, þótt menn tækju snemma að velta fyrir sér, hver væri fæðingardagur Jesú Krists. Um það er hinsvegar ekki einn staf að finna í heilagri ritningu svo að þessvegna gæti hann eins verið borinn um mitt sumar. Enda taldi hin kristna kirkja á þeim tímum mestu heiðni að halda hátíðlegt upphaf hins jarðneska holdlega lífs. Hin sanna fæðingarstund var miklu fremur ...

12/23/2013
Meira

Þorláksmessa hin síðari

Hún er 23. desember í minningu þess, að þann dag árið 1193 sálaðist sætlega í Drottni Þorlákur helgi í Skálholti. Hún var í katólskum sið ekki nándar nærri eins hátíðleg haldin og Þorláksmessa á sumar, enda hlaut hún mjög að hverfa í skugga jólanna. Af sömu sökum hefur hún hinsvegar átt mun ríkari sess í hugum fólks á síðari öldum, meðan hin er næstum gleymd. Þá var undirbúningur jólahátíðarinnar á lokastigi. Víða mun hangikjötið til jólanna t.d. hafa verið soðið þá.

Einnig voru klæði og híbýli þvegin á þessum degi eða mjög í námunda við hann. Í því sambandi ...

12/23/2013
Meira

Litir frjóseminnar

Endingarnar „stör, grös, finningur, sef, gresi, laukur, puntur, fax, hveiti, reyr, toppa, gras, hæra, skúfur skegg og nál“, eru seinni nafnhlutar hinna ýmsu grasategunda sem vaxa hér á landi. Um þessar mundir eru grösin í sínum árlega fjölgunarham og tún og móar fá á sig litslykju af ríkjandi fræhulstrum á svæðinu. Litirnir eru fjölbreyttir og ægifagrir og leggjast yfir græna litinn með tónum allt frá okkurgulum, fjólubláum, bláum, bleikum, rauðum og gráum til hvítra, t.d. af klófífu [Eriophorum angustifolium].

Í bókinni Íslenska plöntuhandbókin eftir Hörð Kristinsson er fjallað um 92 tegundir af grösum. Ljósmyndir, textar og frábærar pennateikningar Sigurðar ...

08/10/2013
Meira

Erindi Guðfinns Jakobssonar á aðalfundi Samtaka lífrænna neytenda 2013

Guðfinnur Jakobsson bóndi í Skafholti hélt erindi á aðlafundi Samtaka lífrænna neytenda þ. 25. maí sl. Erindið fer hér á eftir:

Mykja og mold

Lífræn ræktun er jafngömul ræktunarsögu mannkynsins, því þegar menn hófu að rækta jurtir sér til fæðu og eða fóðurs fyrir búfé, þá áttu menn einungis völ á lífrænum, náttúrulegum áburðarefnum og það er fyrst á nítjándu öldinni með rannsóknum og síðar kenningu þýska efnafræðingsins Justus von Liebig um að jurtir þurfi einungis þrjú efni þ.e.köfnunarefni, kalí og fosfór til vaxtar. Í framhaldi af því hófst verksmiðjuframleiðsla slíkra efna til áburðar.
Veruleg og almenn varð ...

06/26/2013
Meira

Söfnun jurta

 Þegar villtar jurtir eru tíndar skal ávallt hafa góðar myndir af jurtunum til samanburðar, því það getur oft verið erfitt að greina á milli líkra plantna og hér á landi eru til nokkrar eitraðar jurtir, t.d. ferlaufungur og stóriburkni.

Gætið þess einnig að tína aldrei svo mikið á sama stað að hætta sé á að jurtinni verði útrýmt, því íslenska flóran er mjög viðkvæm. Einnig þarf að taka tillit til þess að sumar jurtir eru friðaðar.

Mjög auðvelt er að rækta jurtir og því er góð regla, þegar fólk hefur fundið þær jurtir sem það kþs að nota sér ...

06/16/2013
Meira

Skurðgoð þeirra eru silfur og gull, handaverk manna

Skurðgoð þeirra eru silfur og gull, handaverk manna.
Sá er elskar gullið mun ekki réttlættur og sá er eltist við gróða mun villast. Mörgum hefur gullið í ógæfu hrundið, þeir hafa gengið glötun á vit.
Gull er hrösunarhella þeim sem það heillar,
sérhver heimskingi hrasar um hana.

Síraksbók 32.

Græðgi (latína Avarice) er stjórnlaus ást á auði. Illska þessarar syndar er fólgin í því að hún gerir söfnun auðs að markmiði lífsins í sjálfu sér. Hún sér þannig ekki peninga ...

06/13/2013
Meira

VII. Þingvellir – vatn og þjóðgarður

Blámi og tærleiki Þingvallavatns í hættu!

Nauðsyn nýrrar sýnar við Þingvallavatn!
Þessi var fyrirsögn bréfs míns til aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Suðurlands í apríl 2008. Þar varaði ég við þeirri stefnu að gera Þingvallavatnssvæðið að þjóðbraut milli uppsveita Árnessýslu og Reykjavíkur. Meginefnið var þó nauðsyn þess að skoða Þingvallavatn allt, verndun þess og gildi fyrir almenning. Akstursleiðin frá Úlfljótsvatni til Heiðarbæjar er mjög fögur en hluta þeirrar leiðar á eftir að leggja bundnu slitlagi. Við góða útsýnisstaði á þessari leið þurfa að vera bílastæði og hámarkshraði aðeins 50-60 km/klst. Einnig þarf að auðvelda fólki aðkomu að bökkum Þingvallavatns. Ef horft er ...

05/13/2013
Meira

Messages: