Sjá nánar um nákvæma staðsetningu grenndargáma og gámastöðva á Endurvinnslukortinu hér á vefnum.

Frá og með áramótum 2015 var nafni fyrirtækisins breytt úr Gámaþjónustu Austurlands - Sjónarás ehf í Sjónarás eins og það hét í upphafi. Ekki er verið að skipta um kennitölu, bara stytta nafnið. Ástæða nafnabreytingarinnar er sú að þetta fyrirtækið er aðallega að sinna Alcoa og er þar af leiðandi ekki hefðbundið gámaþjónustufyrirtæki. Sem dæmi má nefna að fyrirtækið er ekki með sorphirðu fyirr neitt sveitarfélag á Austurlandi.


Hafnargata 6
730 Reyðarfjörður

4741516
austurland@sjonaras.is
sjonaras.is

Á Græna kortinu:

Umhverfisstýrt fyrirtæki

Fyrirtæki sem hafa vottun skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfsemi sinnar.

Vottanir og viðurkenningar:

ISO 14001

ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðallinn er til þess að hjálpa fyrirtækjum til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum sínum, uppfylla gildandi umhverfisreglugerðir, starfsleyfisákvæði og þar fram eftir götunum. ISO 14001 leggur áherslu á það hvernig varan er framleidd en ekki vöruna sjálfa. Vottun umhverfisstjórnunarkerfisins er framkvæmd af hlutlausum þriðja aðila.

Skilaboð: