Framleiðsla: Grænmeti, kryddjurtir; pökkun. Akur hafði lífræna vottun á framleiðslu sína en hún féll úr gildi þ. 31.12.2013.

Tegund bús: Garðyrkjubýli.
Til sölu: Grænmeti, s.s. tómatar, kirsuberjatómatar, agúrkur, paprika og pipar. Chile-piparmauk, niðurlagning, mjólkursýring.
Tökum á móti: Hópum. Opnunartími árs: Allt árið. Aðstaða: Salerni og söluaðstaða. Annað: Fjölbreytt ferðaþjónusta og afþreying er í næsta nágrenni, s.s. sundlaug, hestaleiga, tjaldsvæði, gisting og veitingar. Stutt er í Skálholt, Gullfoss og Geysi.


Akur
801 Selfoss

5868976
graenihlekkurinn.is

Vottanir og viðurkenningar:

Beint frá býli

Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heimavinnslu og sölu. Einnig að miðla upplýsingum um verkefnið til framleiðenda og neytenda í gegnum heimasíðu verkefnisins. Að verkefninu stóðu; Háskólinn á Hólum, Lifandi landbúnaður, Ferðaþjónusta bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Impra nýsköpunarmiðstöð.

Félagið „Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila“ var síðan stofnað í byrjun árs 2008.

Skilaboð: