Matjurtabændur í borg

Almenningsrými eru til að nota, segir forsprakki Laugargarðs

Mikil vakning hefur orðið á borgarbúskap um allan heim og hefur hann skotið rótum sínum í almenningsgarði í Reykjavík. Í útjaðri grasagarðsins í Laugardal hefur í sumar verið starfræktur samfélagsrekinn matjurtargarður.  Hönnuðurinn Brynja Þóra Guðnadóttir er ein af forsprökkum verkefnisins Laugargarðs.

 Laugargarði er lögð áhersla á að skapa samfélag þar sem fólk vinnur saman að sameiginlegum markmiðum og miðlar af reynslu sinni. Ljósm. Guðrún Hulda Pálsdóttir.Laugargarður er tilraunaverkefni sem gengur út á að nýta almenningsrými borgarinnar undir matjurtarræktun fyrir hverfisbúa og skapa um leið vettvang fyrir ýmsar uppákomur og fræðslu sem tengist sjálfbærni og matarmenningu.

Þau Brynja Þóra Guðnadóttir, Auður Inez Sellgren, Andri Andrésson og Niki Jiao stóðu fyrir starfseminni í sumar og fengu íbúa í Laugardal til liðs við sig.

„Borgarbúskapur getur verið margvíslegur. Reykjavíkurborg og Garðyrkjufélagið leigja út matjurtagarða til einstaklinga. Okkur langaði að prófa  nýtt form, þar sem fólk gæti hjálpast að við ræktun matjurta. Garðurinn hentar fólki sem hefur áhuga á ræktun en lítinn tíma til að sinna henna. Einnig höfum við tekið eftir því í sumar að fólk sem eru virkir ræktendur hafa áhuga á að taka þátt í sameiginlegri ræktun, “ segir Brynja.

Í Laugargarði eru ræktaðar kartöflur, rótargrænmeti, jarðaber, salöt, spínat, kál, te- og kryddjurtir svo eitthvað sé nefnt. Einungis notast við lífrænan áburð og er ræktunin í anda vistræktar. „Hugmyndafræði vistræktar um að líkja eftir náttúrulegum ferlum í hönnun ræktunarsvæðis fer vel saman við hugmyndafræði Laugargarðs um að gera verkið sem sjálfbærast og í sátt og samlyndi við náttúruna.“

Brynja Þóra segir markmið Laugargarðs að færa nágranna nær hver öðrum og nær náttúrunni, með sameiginlegri ræktun hollra matvæla. Ljósm. Guðrún Hulda Pálsdóttir.Markmiðið með Laugargarði er að vera vettvangur fyrir fólk til að miðla þekkingu og fræðslu sín á milli og voru haldnar tvær vinnustofur í tengslum við garðinn í sumar.

„Mín kynslóð hefur misst þekkingu á ræktun. Áður fyrr kunnu allir handtökin, enda var ræktunin þeim nauðsynleg.

Í dag er aðstaðan önnur. Við höfum verið að missa tengslin við náttúruna og hefur þótt sjálfsagt að fá mat alls staðar að úr heiminum.“

Sá hugsunarháttur er þó að breytast að mati Brynju og mikil vitundarvakning hefur átt sér stað á sviði sjálfbærni.

„Laugargarður er einnig vettvangur til að fræðast og geta þátttakendur tekið þekkinguna með sér heim. Í sameiningu höfum við til dæmis skoðað margs konar sniðugar lausnir, eins og hvernig eigi að rækta í litlum rýmum og fá hámarksuppskeru, og hvernig við getum unnið betur með náttúrunni.“

Vill auka notkun á almenningsrýmum
Almenningsrými er Brynju hugleikinn og telur mikilvægt að nota þau til að efla tengsl borgarbúa. „Samskipti okkar við umhverfið og fólkið í kringum okkur hefur áhrif á okkur. Jákvæð samskipti gerir það að verkum að við verðum umburðarlyndari. Almenningsrými er vettvangur til að fá fólk saman og vekja það til umhugsunar. Með Laugargarði langaði okkur að skapa líf í almenningsrýmum og auka um leið samskipti meðal borgarbúa. Hönnun borgarinnar ýtir undir einstaklingshyggju því fólk heldur sig mikið heima hjá sér en þessu viljum við breyta. Samlífið verður skemmtilegra þegar nágrannar hafa samskipti. Almenningsrými eru ekki bara til að horfa á, heldur til að nota. Laugagarður er þáttur í að auka fjölbreytileika almenningsrýma,“ segir Brynja.

Laugagarður á sér erlendar fyrirmyndir en Brynja segir borgarbúskap alls staðar í heiminum vera að vaxa. „Ég nefni Kanada sem dæmi því þar er borgarbúskapur útbreiddur og komið hefur verið á lögum til að efla slíka starfsemi. Fólk virðist vera að reyna að finna nýjar leiðir til að endurhanna kerfið. Það eru önnur verðmæti en peningar og við þurfum ekki að láta þá stjórna okkur. Það er til dæmis hægt að skiptast á plöntum, því matur er meira virði en peningar. Frumlegheitin eru alltaf að verða meiri og meiri.“ Þess má geta að samkvæmt borgarskipulagi Reykjavíkurborgar hefur verið ákveðið að móta stefnu um borgarbúskap í Reykjavík, til að auka möguleika borgarbúa á neyslu ferskra matvæla.

Vel sóttur bændamarkaður
Um 300 manns lögðu leið sína í Laugagarð á uppskeruhátíð og bændamarkað þann 24. ágúst sl. Þar kynntu gestir sér starfsemina, gæddu sér á súpu úr veigum garðsins og gátu keypt grænmeti beint úr garðinum. Ljósm. Guðrún Hulda Pálsdóttir.Viðbrögð borgarbúa við garðinum hafa verið mjög góð.  „Við byrjuðum seint með verkefnið, fengum garðinum úthlutað í júníbyrjun og höfðum því ekki mikinn tíma til að kynna verkefnið. 

Borgarbúar hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga og Reykjavíkurborg hefur stutt okkur. Margir hafa sýnt áhuga á að bætast  í hópinn fyrir næsta ræktunartímabil. Við stóðum fyrir sáningardegi, plöntuskiptidegi og bændamarkaði sem var vel sóttur og það sýnir okkur að þetta er það sem fólk vill er ferskt grænmeti úr nánasta umhverfi.

Ég held að það þurfi bara að leiðbeina því við ræktun og breiða út þekkinguna.“
Nú munu Brynja og samstarfsmenn hennar vinna rannsóknaskýrslu um reynslu sumarsins, öðrum til þekkingarauka. Þá hyggjast þau tengja Laugagarð við starfsemi frístundaheimila og skóla í hverfinu og hefjast svo handa næsta vor við að rækta enn meira.

Hvað er borgarbúskapur?

Aðgangur að hollum og ferskum matvælum sem framleidd eru af sanngirni með velferð lands og fólks í huga, eru mikilvægur þáttur í lífskjörum fólks. Ræktun matvæla í nágrenni við búsetu tryggir ferskan og næringarríkan mat auk þess sem hann dregur úr orkunotkun. Borgarbúskapur er framleiðsla á matvælum innan borgarmarkanna hvort sem er úr jurta- eða dýraríki  og óiðnvædd úrvinnsla og dreifing slíkrar framleiðslu. Borgarbúskapur sprettur upp úr umræðum um neikvæð umhverfisáhrif iðnvædds landbúnaðar. Um leið og íbúum þéttbýlis fjölgar er litið á borgarbúskap sem leið til að auka fæðuöryggi mannkyns. Hægt er að nálgast drög að stefnu um uppbyggingu borgarbúskapar í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.

11/21/2014
Meira

Vistmorð og flensubani á fyrsta fræðslukvöldi Vistræktarfélags Íslands

EcocideVistræktarfélag Íslands stendur fyrir fræðslukvöldi fyrir félaga sína (ath. allir geta gerst félagar) þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20:00 - 22:00 í Síðumúli 1, 108 Reykjavík  (í húsnæði Garðyrkjufélags Íslands)

Dagskrá:

Hvernig er hægt að berjast gegn eyðileggingu mannsins i heiminum? Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir fjallar um og útskýrir hugtakið vistmorð (e. ecocide) og hvað sé á döfinni í baráttunni gegn því.
Samtökin Eradicating Ecocide (Útrýmum vistmorðum) vinna að því að vistmorð verði skilgreint sem fimmti alþjóðlegi glæpurinn gegn friði í Rómarsamþykktinni. Samþykktin verður næst endurskoðuð árið 2015.

Sjá upptöku með stuttu yfirlýsingu Polly Higgins um vistmorð.

Sjá upptöku sem ...

11/20/2014
Meira

Haustfundur Landsvirkjunar 2014

Boðað er til haustfundar Landsvirkjunar þ. 25. nóvember frá kl. 14:00 -  16:00 í Silfurbergi í Hörpu undir fyrirsögninni Fjölbreytt tækifæri fyrir íslenska orku.

Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Landsvirkjiun starfar í alþjóðlegu umhverfi og vil vera meðal þeirra bestu sem vinna og selja orku. Á haustfundinum mun vera fjallað um þær spennandi áskoranir og tækifæri sem Íslendingar standa frammi fyrir í orkuvinnslu og raforkusölu.

Dagskrá:

  • Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra - Ávarp
  • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar - Nýtt markaðsumhverfi – fjölbreytt eftirspurn
  • Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar - Mikilvægi rammaáætlunar – áskoranir og tækifæri

 

Endurnýjanlegir orkugjafar og ...

11/20/2014
Meira

Lífrænar sameindir á halastjörnunni 67P

Í frétt á BBC er greint frá því að geimfarið Philae hafi fundið lífræn kolefnasambönd á halastjörnunni 67P. 

Sjá frétt BBC

11/18/2014
Meira

Frumathugun á samlegð stofnana á sviði rannsókna og vöktunar

Hver í Reykjadal. ljósm. Guðrún TryggvadóttirSigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur sett af stað vinnu við frumathugun á sameiningu nokkurra stofnana ráðuneytisins eða samþættingu verkefna sem undir þær heyra. Stofnanirnar sem um ræðir eru Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, Umhverfisstofnun vegna verkefna á sviði vöktunar og Veðurstofa Íslands. Þá verða jafnframt skoðaðir mögulegir samstarfsfletir við Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði.

Tilgangur verkefnisins er m.a. að meta þarfir, skilgreina markmið og framtíðarsýn og leiða í ljós hvort sameining stofnana eða samþætting verkefna sé góður kostur. Fyrir liggja skýrslur um stofnanauppbyggingu ráðuneytisins frá  2009 og 2010 auk þess sem ráðuneytið, í samstarfi við ...

11/18/2014
Meira

Með náttúrunni - Ómar Ragnarsson í eldlínunni - 1. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Ómar í skemmtiþætti í Sjónvarpinu um 1970.Ómar Ragnarsson skemmtikraft, fréttamann, rithöfund, flugmann, lagasmið og kvikmyndagerðamann þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni. Hann sagði upp störfum á fréttastofu Ríkisútvarpsins árið 2006 vegna stöðugra ásakana um hlutdrægni í fréttaflutningi af Kárahnjúkamálinu. Síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni fyrir náttúruvernd og verið óþreytandi á því sviði.

Að kvöldi 26. september 2006 leiddi Ómar ríflega 10 þúsund manns í mótmælagöngu niður Laugaveginn gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Í kosningum Rásar 2 og Stöðvar 2 um mann ársins sama ár varð Ómar hlutskarpastur. Hann ferðaðist til Bandaríkjanna, Noregs og víðar til að kynna sér þjóðgarða og skipan ...

11/17/2014
Meira

Umfjallanir um Náttúran.is

Greinar, þættir og viðtöl um/eftir Náttúruna á öðrum miðlum:

Valdar greinar, gagnrýni og viðtöl (við/um/eftir G.A.T./E.B.A).

2014 12.11. RÚV - Ríkisútvarpið - Rás 2 - Síðdegisútvarpið (ca. 55 mín. inn í þáttinn) - Vistvænar byggingar og HÚSIÐ. Viðtal við G.A.T.
2014 27.20. RÚV - Ríkisútvarpið - Rás 1 - Samfélagið umhverfismál. Byggingar nýta 40% allra hráefna. Umfjöllun um morgunfund Vistbyggðarráð og Náttúran.is.
2014 # 2 Í boði náttúrunnar - App hússins.
2014 3. tbl. 60. árgangur - Neytendablaðið - HÚSIÐ - nýtt app frá Náttúran.is.
2014 15.08. Morgunblaðið - Skólar og námskeið - Húsið, náttúran og umhverfið. Viðtal við ...

11/17/2014
Meira

Austurlenskar hefðir

Því er lýst í hugljúfri austurlenskri sögu hvernig tedrykkja húsmóður verður að nokkurs konar innlifun þar sem ketillinn, suðið í sjóðandi vatninu og ilmurinn af jurtunum renna saman við tilhlökkunina um friðarstund. Í Japan varð enda tedrykkja að listformi í anda Zenbúddisma. Sérstök tehús voru byggð samkvæmt fagurfræðilegum reglum. Jafnvel aðkoman sjálf, þar sem stiklað var eftir óreglulegum náttúruhellum í grænu grasinu, bjó gesti undir hátíðlega athöfn. Tegerðaráhöldin, sérhver hreyfing og hugsun, allt varð að yfirvegaðri hugleiðslu.

Um það leyti sem veldi Jóns Arasonar biskups stóð sem hæst hér á landi og konur tíndu blóðberg og ljónslappa um holt og ...

11/16/2014
Meira

Hótel Fljótshlíð fær Svaninn

Hótel Fljótshlíð - Smáratún ehf. hefur hlotið umhverfisvottun Norræna Svansins en Hótel Fljótshlíð er sjöundi gististaðurinn á landinu og þar af fjórða hótelið sem fær Svaninn.

Starfsfólk hótelsins vinnur að því að minnka umhverfisáhrif á mörgum sviðum. Til að fá Svaninn þarf hótelið að vera innan ákveðinna marka í orku-, efna- og vatnsnotkun og myndun úrgangs. Að auki ber hótelinu að uppfylla aðrar kröfur sem snerta umhverfisstarf fyrirtækisins á öllum sviðum, meðal annars hvað varðar endurnýjun innanstokksmuna og veitingarekstur.

Allir gististaðir geta fengið Svansmerkið að því tilskildu að þeir uppfylli strangar kröfur Svansins. Nauðsynlegt er að vera með gott heildaryfirlit yfir ...

11/15/2014
Meira

Listin að sjóða egg

Soðið egg. Ljósm. Einar Bergmundur.Það er alltaf jafn merkilegt að læra nýja hluti. Sérstaklega þegar að maður vissi ekki að nokkuð væri við kunnáttu manns að bæta, hvað þá að athuga. En hér koma nokkur góð eggjasuðuráð frá Inga Bóassyni:

Linsoðin egg

Leggið eggin varlega í pott með köldu vatni og kveikið undir. Vatnið á að fljóta yfir eggin.
Þegar suðan er komin upp er slökkt undir.
Vatninu hellt af pottinum og eggin snöggkæld með því að láta kalt vatn renna í pottinn því annars losnar skurnin ekki nógu vel frá himnunni utan um hvítuna.

Harðsoðin egg

Eins er farið að og með suðu ...

11/15/2014
Meira

Nýtnivikan

Nýtnivikan verður haldin í Reykjavík vikuna 22. - 30. nóvember 2014.

Markmið vikunnar er að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur.

Þetta er í þriðja sinn sem Nýtnivika fer fram hér á landi og þema vikunnar að þessu sinni er að draga úr matarsóun.

Matarsóun er fjárhagslegt, samfélagslegt og umhverfislegt vandamál sem mikilvægt er að taka á.

Lýst er eftir viðburðum í Nýtniviku

Lýst er eftir þátttakendum og viðburðum sem tengjast því að draga úr matarsóun. Áhugasamir eru hvattir til að setja upp viðburð eða láta vita af viðburði sem fer fram á meðan á ...

11/14/2014
Meira

Ný norræn loftslagsáskorun á að efla umhverfisvitund barna

Nýi vefurinn nordeniskolen.orgNorræna ráðherranefndin gerði Norræna loftslagsdaginn 11. nóvember að merkisdegi. Þá var nefnilega ýtt úr vör nýju og mjög metnaðarfullu námsefni um norrænt loftslag fyrir aldurshópinn 12 til 14 ára.

Loftslagsnámsefnið er ætlað til kennslu náttúruvísinda- og samfélagsgreina, en einn hluti þess er spennandi norræn skólasamkeppni um orkusparnað sem nefnist „Loftslagsáskorunin“.

„Með Loftslagsáskoruninni leggja Norðurlönd aukna áherslu á sjálfbærni með því að hvetja í senn til samstarfs og samkeppni í kennslu um orku- og umhverfismál í norrænum grunnskólum,“ segir framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Dagfinn Høybråten, í tengslum við opnun vefgáttarinnar.

Norræna loftslagsáskorunin er tilboð til norrænna skóla um samstarf, sameiginlega fagþekkingu og ...

11/14/2014
Meira

Ekkert til spillis

Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands, Vakandi og Norræna húsið bjóða til málþings um matarsóun í tengslum við Nýtniviku Reykjavíkurborgar í Norræna húsinu 25. nóvember 2014

Dagskrá:

9:00 Ávarp frá skipuleggjendum

9:10 Yasmine Larsen, Unilever Food Solutions í Danmörku

9:50 Jesper Ingemann, Fødevarebanken í Kaupmannahöfn

10:30 Kaffihlé

10:50 Jónína Stefánsdóttir, Matvælastofnun

11:20 Per Hallvard Eliassen, Norska landbúnaðar- og matvælaráðuneytið

12:00 Hádegishlé-Diskósúpa*

13:00 Knútur Rafn Ármann, Friðheimar

13:30 Helga Sigurðardo ...

11/13/2014
Meira

Hvað er vistvænt hús?

Að gera heimilið/húsið vistvænna byggist meira á ákvarðanatöku hvers og eins en nokkru öðru. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að fara vistvænar leiðir byrjar langt ferli sjálfsmenntunar sem fer mjög eftir því hve áhuginn er mikill og hvaða möguleikar eru fyrir hendi.

Skilgreining á vistvænni byggingu:
Þó að engin ein sannindi og engar patentlausnir séu til sem virka alls staðar er málið þó ekki flóknara en svo að; vistvænt hús notar minni orku, minna vatn og náttúrulegar auðlindir, hefur í för með sér minni úrgang og sóun auk þess sem það er heilbrigðara fyrir íbúa þess miðað við ...

11/12/2014
Meira

Aukið samstarf milli veðurstofa Íslands og Danmerkur

Ráðherrarnir ásamt stjórnendum veðurstofanna tveggja og ráðuneytisstjórum. ljósm: UARSigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Rasmus Helveg Petersen, loftslags- og orkumálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf landanna tveggja á sviði rannsókna á loftslagi, veðurfari og haffræði. Þá kveður viljayfirlýsingin á um aukið samstarf Veðurstofu Íslands og Veðurstofu Danmerkur.

Forsendur yfirlýsingarinnar eru m.a. að löndin tvö hafa lengi átt samstarf á sviði veðurþjónustu og að staðsetning Íslands og Grænlands sé heppileg með tilliti til rannsókna á norðurslóðum. Sameiginlegar rannsóknir á veðri, loftslagi og hafinu skili margvíslegum ábata fyrir íslenskt og danskt samfélag, ekki síst varðandi þróun nýrra og betri aðferða við veðurspár. Er stefnt að samnorrænni ...

11/12/2014
Meira

Hrafnaþing - Að skrá sögu landsins með ljósmyndum. Hverjum ber að varðveita hana?

Eldgos í Holuhrauni. Ljósm. Paulo Bessa.Oddur Sigurðsson jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands flytur erindið Að skrá sögu landsins með ljósmyndum. Hverjum ber að varðveita hana? á Hrafnaþingi miðvikudaginn 12. nóvember kl. 9:15.
Eldgos í Heklu.

ATHUGIÐ: Hrafnaþing verður framvegis haldið á morgnana kl. 9:15-10:00.

Ísland er í jarðfræðilegu eðli sínu úthafsbotn og því frábrugðið  þorra annarra landa heimsins. Snýr það að eldvirkni, jarðskjálftum, landhæðarbreytingar, gliðnun landsins, jarðhita, landrofi, veðurfari og fleiru. Að öllu þessu samanlögðu má ljóst vera að Ísland er ekki líkt öðrum löndum og breytist mun örar en annars staðar þekkist. Aðrir þættir, tengdir og ótengdir þeim sem ofan eru taldir ...

11/11/2014
Meira

Baunir

Útiræktaðar sætar baunir úr eigin garði, einn belgur opnaður.. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Orðin ertur, baunir og jafnvel belgmeti eru til í málinu en ekki alveg ljóst hvað er hvað. Nú er farið að rækta ýmsar tegundir bauna inni í gróðurhúsum og fræ fást í búðum. En oft er gott að grípa til og sjóða þurrkaðar, erlendar baunir á sumrin þegar kartöflurnar eru búnar. Það erfiða við baunir er vindgangurinn sem þær koma stundum í gang.

En reynið þetta:

  1. Að leggja baunirnar í bleyti minnst 24 tíma – jafnvel 36 tíma.
  2. Að henda vatninu, skola baunirnar vel og sjóða í nýju vatni og sjóða vel.
  3. Að borða baunirnar með hrísgrjónum eða korni til að ...
11/11/2014
Meira

Samráð við haghafa vegna endurheimtar votlendis

Úr Þjórsárverum. Ljósm. Guðrún TryggvadtóttirUmhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur boðað hagsmuna- og fagaðila til samráðs um mótun aðgerðaáætlunar varðandi endurheimt votlendis. Aðgerðaáætlunin er liður í stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og náttúruvernd.

Markmið starfsins verður að kortleggja nánar hvaða svæði koma til greina til endurheimtar votlendis án þess að skaða hagsmuni annarrar landnotkunar. Jafnframt er ætlunin að móta aðferðafræði til að forgangsraða slíkum svæðum m.a. með tilliti til ávinnings fyrir lífríki, losun gróðurhúsalofttegunda, hagræns ávinnings landeiganda og kostnaðar. Svæði þar sem lítil eða engin landbúnaðarnot eru nú eru dæmi um svæði sem henta vel og yrði ávinningur fyrir vistkerfið.

Votlendi eru mikilvæg vistkerfi sem ...

11/11/2014
Meira

Að lækna sjálfan sig

Blóðberg í skjóðu. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Eins og það er skemmtilegt að fara út og finna í matinn og leita ákaft að fyrstu vorjurtunum, þá er viss léttir í því fólginn að ná öllu undir þak þegar veturinn kemur. Sumir hafa safnað meira en aðrir. Sumir eiga stærri og betri geymslur með sultum, sykruðum hvannaleggjum og tejurtum. Þeir eiga rótarávexti í kaldri kompu, fjallagrasapoka og vel merkt box af frystu grænmeti í kælinum. Sumir hafa borist meira á og útbúið framandi góðmeti eins og pestó eða lagt í vín. Það er gott í vetrarbyrjun að líta svolítið yfir birgðirnar, athuga að merkingar séu í lagi, allt ...

11/10/2014
Meira

Messages: