Um tungl og vöxt plantna og gróðursetningu

Skífa sem sýnir sáningartíma fyrir útirækt á Íslandi, Guðrún Tryggvadóttir.Tvennt segir til um hvenær vorverkin skulu hefjast, annars vegar tíðarfarið og hins vegar hvernig stendur á tungli.

Strax með nýju tungli áttu að planta þær jurtir sem villt fá fræ af. Þá skal pæla upp sáðjörð og mýkja hana. Það er ekki algengt að stunda frærækt, þegar svo auðvelt er að kaupa fræ og nú er. Það skipti meira máli áður fyrr þegar fræsendingar voru óvissar. Margir mæla með að sá einkum fljótspírandi plöntum tveimur til þremur dögum fyrir nýtt tungl. Radísur og næpur og klettasalat eru t.d. fljótspírandi. Eins má þá sá fræi sem tekur sérlega langan tíma að spíra eins og gulrótum. Gott er að vökva nýsáið fræ með vatni úr spírubakkanum. Það örvar. Ekki er gott að uppskera grænmeti með nýkviknuðu tungli eða nokkuð það sem á að geymast, því þá vill plantan halda áfram að vaxa og rot sest í hana.

Með vaxandi tungli skal sá til allra jurta, sem ofan jarðar vaxa, og síðan planta þær í sama mund, líka safna fræjum til útsáðs. Höggva eldiviðarhrís sem þú vilt að vaxi aftur. Þá skal slá há hvar menn ætla að slá hána síðar.
Nú er gott að sá til þeirra plantna sem hafa blaðvöxt sem nýttur til matar. Þetta eru einkum salat, spínat, grænkál, blaðbeðja, steinselja og kál. Einnig má nú planta þeim sem áður hefur verið sáð út í beð. Ef örva skal vöxt á að klippa runna með vaxandi tungli eða slá gras sem menn vilja að vaxi þétt og vel, sama gildir um mannshár. Setja má áburð í beð, planta sígrænum trjám opg runnum og græða nýjan vöxt á ávaxtatré. Þegar ljós mánans er að aukast er gott að umpotta og snyrta inniplöntur og einnig fjölærar plöntur útivið. Ef sáð er strax með nýja tunglinu, eða aðeins fyrr nýtist uppstreymandi kraftur tunglsins best.

Með fullu tungli: Sláðu hey, sem ei skal rýrna, planta lauka og allskyns rætur, sem kólfa hafa. Nú er rafsegulkrafturinn frá tunglinu sterkastur en brátt tekur vökinn að streyma niður á við til rótarinnar. Laukar kunna vel við sig þegar tungl er fullt. Þá má hreyfa þá til og planta. Með fullu tungli má prikla eða planta út í beð. Einnig sá fræjum sem þurfa langan tíma að til að spíra og sáð er beint út í beð. Þau taka þá við sér á næsta nýja tungli. Flest blómfræ spíra hægt. Eftir að tungl hefur fyllt sig má fara að hugsa til að uppskera. Sé grænmeti tekið upp á fullu tungli minnkar það hættu á rotnum í geymslu.

Með minnkandi tungli: Pæl upp land hvar grasrætur eiga að fúna í. Högg þá við, sem lengi skal vara og ei fúna, svo sem til klifbera, hripa og amboða. Eins og blaðávextir eru taldir vaxa betur með vaxandi tungli er því öfugt farið með rótarávextir, sem teygja sig niður í jörðina. Það má sá til þeirra og eins planta út laukum með minnkandi tungli. Þetta er tími fyrir allt sem er samandragandi. Því nefnir Björn trjávið sem skal endast og grasrót sem ekki á að fara að spretta aftur, heldur skal rótin fúna. Þau tré eða runnar sem ekki ættu að missa raka er gott að klippa þegar tungl er minnkandi t.d. stórar greinar. Sömuleiðis er betra að uppskera með minnkandi tungli. Nú má setja niður og skipta fjölærum plöntum þar sem æskilegt er að örva rótarvöxt. Þetta er góður tími til að útrýma sniglum og skorkvikindum.

Á síðasta kvarteli tungls: Sá næpum og öllu rótarfræi, líkar viðarfræi. Planta villivið á hausti. Tak upp úr jörð ávexti þá, sem inni skulu geymast á vetri, undir niðið sjálft, (þegar tungl er aldimmt) en bú vel um hina sem úti eiga að lifa. Björn vill nota regluna að sá tveimur til þremur dögum fyrir nýtt tungl. Á hans tíma voru næpur, hreðkur og kálrætur aðal rótarávextirnir. Síðar komu rófur og gulrætur eins og við þekkjum þær í dag. Sé þeim sáð nú ættu þær að taka við sér og fara að vaxa með nýja tunglinu. Yfirleitt vilja menn hreyfa gróður sem minnst á fjórða kvarteli nema tína arfa og uppræta annað illgresi. Setja má þó niður kartöflur á fjórða kvarteli og sá gulrótum.

En utan þess að minnka og stækka ferðast tunglið gegnum 12 stjörnumerki dýrahringsins og sum þeirra eru talin frjósamari en önnur og þau heyra til mismunandi frumefna sem eru vatn, jörð, loft og eldur. Betra er talið að sá og planta í frjósamari merkjum en safna jurtum og uppskera meðan tunglið er í þeim merkjum sem talin eru ófrjósamari. En loftslag á hverjum stað, jarðvegur, veðurfar og hitastig hefur líka mikið að segja.

Úr Ætigarðinum eftir Hildi Hákonardóttur.

Sjá Sáðalmanak Náttúrunnar en þar er hægt að sjá hagstæða sáningartíma fyrir hina ýmsu tegundir jurta skv. sáðalmanaki Maríu Thun sem byggir á tunglinu og reikistjörnunum.

02/01/2015
Meira

Fjölbrautarskólinn við Ármúla flaggar Grænfána í fimmta sinn

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra afhendir Grænfánann. Ljósm. Landvernd. á dögunum Fjölbrautaskólanum við Ármúla Grænfánann við hátíðlega athöfn. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn hlýtur fánann.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla var fyrstur íslenskra framhaldsskóla til að skrá sig til leiks sem Skóla á grænni grein, árið 2005. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga sjö skref, en þau tengjast verkefnum sem ætlað er efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga ...

01/31/2015
Meira

Tugþúsundir tonna af plasti á ári

Plastumbúðir. Grafík af Endurvinnslukorti Náttúran.is.Noti Íslendingar plast í jafn miklum mæli og íbúar Norður-Ameríku og Evrópu er heildarnotkun okkar 32.500 tonn á ári. Tölur Úrvinnslusjóðs sýna að um 24% af öllu umbúðaplasti og heyrúlluplasti skilar sér til endurvinnslu.

Það er vel yfir endurvinnslumarkmiði stjórnvalda, sem er 22,5%, en samt þýðir þetta að um þrír fjórðu hlutar allra plastumbúða lenda einhvers staðar annars staðar.

Stefán Gíslason fjallar um heimsframleiðslu á plasti og gang mála í endurvinnslu í Samfélaginu þ. 29. janúar 2015.

Samfélagið fimmtudaginn 29. janúar 2015

Pistill Stefáns  - Vaxandi plastframleiðsla:

Það er frekar erfitt fyrir okkur sem nú lifum í þessum heimshluta ...

01/31/2015
Meira

Landvernd höfðar dómsmál á hendur Landsneti vegna kerfisáætlunar

Háspennulínur á HellisheiðiLandvernd hefur stefnt Landsneti hf. fyrir héraðsdóm Reykjavíkur til ógildingar á kerfisáætlun 2014-2023. Landvernd telur fyrirtækið hafa brotið lög með því að taka ekki afstöðu til nema brots af innsendum athugasemdum við gerð kerfisáætlunar og umhverfismats hennar, líkt og lög bjóða. Þá telur Landvernd kerfisáætlun vera í ósamræmi við raforkulög: Í fyrsta lagi þar sem Landsnet setji fram sína eigin raforkuspá sem engin lagaheimild sé fyrir og í öðru lagi  þar sem fyrirtækið gefi sér í þeirri spá þær forsendur  að allt að allur orkunýtingarflokkur rammaáætlunar komi til framkvæmda á næstu 10 árum. Loks bendir Landvernd á að ekki hafi ...

01/30/2015
Meira

Með náttúrunni – Gunnsteinn Ólafsson í eldlínunni - 1. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Gunnsteinn Ólafsson flytur ávarp á aðalfundi Landverndar 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður er einn níumenninganna sem seint á síðasta ári voru dæmdir fyrir mótmæli við vegalagningu í Gálgahrauni, í október 2013. Næstu vikurnar segir hann frá því hér í Grænvarpi Náttúran.is hvers vegna hann tók þátt í mótmælum við vegagerð gegnum hraunið, aðgerðunum, framkomu lögreglu, fangelsisvist, dómnum og áfrýjun til Evrópudómstólsins.

Gunnsteinn er fæddur á Siglufirði og er því ekki tengdari Gálgahrauni en mörgum öðrum stöðum á landinu. Hann vildi láta til sín taka varðandi náttúruvernd og Gálgahraun varð fyrir valinu þegar hann flutti á Álftanes árið 1999. Eftir að hann skrifaði grein ...

01/30/2015
Meira

Vindorka og aðrir óhefðbundnir orkukostir í rammaáætlun

Vindmillurnar í Þykkvabæ. Ljósm. Einar Bergmundur.Í Fréttablaðinu í dag er í forsíðufrétt fjallað um að verkefnisstjórn rammaáætlunar skuli fjalla um vindorkuver, og aðra óhefðbundna orkukosti, þvert á álit Orkustofnunar. Innan við 30 virkjunarkostir sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórninni verða teknir til skoðunar.

Þar segir:

Þvert á það sem haldið hefur verið fram falla vindorkuver, og aðrir óhefðbundnir orkukostir undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Það er því ekki á hendi Orkustofnunar að gefa út virkjunarleyfi fyrir þessa virkjunarkosti, heldur ganga þeir allir til verkefnisstjórnar rammaáætlunar þar sem þeir verða metnir og þeim raðað í nýtingar-, bið- eða verndarflokk.

Þessi niðurstaða liggur fyrir samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ...

01/30/2015
Meira

Radisson hótelin á Íslandi fá Græna lykilinn

Green Key fáni Radisson Blu. Ljósm. Landvernd.Landvernd afhenti í gær Radisson hótelunum á Íslandi umhverfisviðurkenninguna Green Key/Græna lykilinn.

Radisson hótelin eru fyrst íslenskra hótela til að hljóta þessa alþjóðlegu viðurkenningu. Landvernd hlakkar til að takast á við nýjar áskoranir tengdar þessu spennandi verkefni og að auka útbreiðslu þess á Íslandi.

Green Key /Græni lykillinn er alþjóðleg umhverfisvottun fyrir hóteliðnaðinn. Um 2.300 hótel í 46 löndum hafa uppfyltt skilyrði Græna lykilsins. Til að fá Græna lykilinn verða hótel að uppfylla strangar umhverfiskröfur og viðmið sem taka bæði til starfseminnar sem slíkrar, fræðslu og samskipta. Græni lykillinn tekur til ábyrgðar fyrirtækisins gagnvart umhverfinu og samfélaginu.

Græni ...

01/29/2015
Meira

Vegið stórlega að almannarétti um frjálsa för fólks um landið

Á Geyssvæðinu. Ljósm. Árni Tryggvason.Yfirlýsing frá Landvernd, Ferðafélagi Íslands, Ferðaklúbbnum 4x4, Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT) og Útivist

Undirrituð samtök taka undir að víða þurfi að efla innviði og þjónustu til að forða ferðamannastöðum og náttúruperlum frá skemmdum og ágangi. Í þeim tilgangi er ásættanlegt að innheimta gjald af ferðamönnum sem renni til uppbyggingar og reksturs á slíkum stöðum, þ.m.t. til fræðslu, landvörslu og öryggismála. Athuga ber þó að bætt aðgengi og uppbygging á ekki við á öllum stöðum og gildir það sérstaklega þar sem auknir innviðir myndu skerða víðerni, ásýnd náttúrulegra svæða, eða upplifun ferðamanna af lítt snortinni og ómanngerðri náttúru.

Samtökin telja ...

01/29/2015
Meira

Hrafnaþing – Heimsþing um friðlýst svæði / IUCN World Parks Congress 2014

Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri skrifstofu landgæða í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu flytur erindið Heimsþing um friðlýst svæði / IUCN World Parks Congress 2014 á Hrafnaþingi miðvikudaginn 28. janúar kl. 15:15.

Úrdráttur úr erindinu:

Í haust var haldið í Sydney, Ástralíu, heimsþing Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) um friðlýst svæði, World Parks Congress sem haldið hefur verið á 10 ára fresti síðan árið 1962. Þetta þing sóttu um 6000 þátttakendur frá  170 löndum með fjölbreyttan bakgrunn. Síðasta þing var haldið í Suður-Afríku.

Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði gegna lykilhlutverki í náttúruvernd flestra ríkja. Á þinginu var fjallað um málefni friðlýstra svæða og náttúruverndar frá ...

01/28/2015
Meira

Frekar betri hagvöxt en meiri

Efnahagsráðstefnan World Economic Forum í Davos dregur árlega að sér stjórnmálamenn, viðskiptajöfra og fleiri þangað sem ríkasta fólkið í heiminum fundar með þjóðarleiðtögum og fleirum. Á fundinum í ár bar svo við að loftslagsmál voru til umræðu en svo hefur ekki verið undanfarin ár.

Stefán Gíslason segir frá fundinum í Samfélaginu á RÚV þ. 27.1.2015.

01/28/2015
Meira

Kynningarfundur um rammaáætlun

Verkefnisstjórn rammaáætlunar boðar til kynningarfundar um rammaáætlun þar sem farið verður yfir vinnuferlið, stöðu málsins og viðfangsefni framundan.

Fundurinn verður haldinn í sal Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn 29. janúar 2015 kl. 14:00-15:00.

Fundurinn er öllum opinn.

Verkefnisstjórn rammaáætlunar.

01/27/2015
Meira

Áskorun til þingmanna

Skjáskot af vefsvæðinu.Landvernd hefur sett upp vefsvæði til að koma áskorunarbréfi á framfæri til þingmanna vegna hugmynda meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk (nýtingarflokk) rammaáætlunar.
Bréfið er svohljóðandi:

Kæri Alþingismaður!

Ég skora á þig að hafna nýtilkominni tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk (nýtingarflokk) rammaáætlunar. Tillaga meirihlutans er aðför að lýðræðislegum og faglegum vinnubrögðum sem Alþingi sjálft hefur sett lög og reglur um.

Með tillögunni er gengið þvert gegn anda laganna um rammaáætlun og dregið úr möguleikum á friði um virkjanamál hér á landi. Ef tillagan verður samþykkt þýðir það í ...

01/27/2015
Meira

Endurvinnslukort kynnt sveitarfélögunum

Grenndargámar höfuðborgarsvæðisins skoðað á Endurvinnslukorts appinu.Á undanförnum mánuðum hefur Náttúrans.is ferðast um landið og kynnt forsvarsmönnum sveitarfélaga Endurvinnslukortið og app útgáfu Endurvinnslukortsins með nýrri þjónustu sérstaklega fyrir íbúa sveitarfélaganna sem og ferðamenn, innlenda og erlenda.

Einar Bergmundur tækniþróunarstjóri Náttúrunnar sagði frá þessu í viðtali við Leif Hauksson í Samfélaginu þ. 20. janúar sl. http://www.ruv.is/sarpurinn/samfelagid/20012015. Viðtalið byrjar á 34:00 mínútu og stendur til 46:00 mínútu.

01/27/2015
Meira

Hollendingar vilja banna míkróplast

Míkróplast. Ljósm. frá Ocean Watch.Stjórnvöld í Hollandi, Austurríki, Lúxemborg, Belgíu og Svíþjóð hafa sent sameiginlega áskorun til umhverfisráðherra allra Evrópusambandslandanna um að þeir beiti sér fyrir banni gegn notkun míkróplasts í neytendavörur, enda sé slíkt bann forgangsatriði fyrir verndun lífríkis sjávar. Míkróplast brotnar ekki niður í náttúrunni og getur flutt með sér eiturefni upp fæðukeðjuna.

Míkróplast er mikið notað í andlitsskrúbba, tannkrem, þvottaefni o.fl., þrátt fyrir að til séu náttúruleg efni sem gera sama gagn. Þetta plast á greiða leið til sjávar úr niðurföllum á heimilum, þar sem skólphreinsistöðvar ná ekki að sía það frá. Hollendingar óttast sérstaklega að plastið spilli kræklingastofnum, en ...

01/27/2015
Meira

Hvað er sanngirnisvottun?

Fair trade merkiUmræðan um siðgæði í viðskiptum skýtur upp kollinum með reglulegu millibili en þess á milli er ekki mikil umræða um málið og „hagsmunir og kröfur neytenda“ um lágt vöruverð verða samkennd og sanngirnisvitund yfirsterkari. Til að varpa ljósi á það hvað sanngirnisvottanir eru og hver að slíkum vottunum stendur hefur Náttúran tekið saman eftirfarandi efni:

Sanngirnisvottun beinir sjónum að mannréttindum. Með því að kaupa sanngirnisvottaða vörur leggur þú þitt af mörkum til betri lífs fyrir börn og fullorðna í fátækari hlutum heimsins.

  • Þú tryggir að vinnufólk og ræktendur fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína.
  • Þú vinnur á móti barnaþrælkun
  • Þú ...
01/27/2015
Meira

Græn kort Náttúrunnar

Grænt Íslandskort er samvinnuverkefni Náttúran.is, fjölþjóðlega verkefnisins Green Map® System og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands. Grænu kortin okkar byggja á flokkunarkerfi Green Map® kerfisins og gagnagrunni Grænna síðna™ Náttúrunnar sem er árangur níu ára rannsóknarvinnu á vistvænum kostum í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi.

Græna kortið er á; íslensku, ensku, þýsku, ítölsku og frönsku, og tengist hinu gríðarlega magni af umhverfisupplýsingum og vottunartengingum sem fyrir hendi eru á vefnum. Við gáfum út Grænt Reykjavíkurkort í prentútgáfu haustið 2010 og aftur sumarið 2011. Haustið 2012 gáfum við út Lífrænt Íslandskort í prentútgáfu og haustið 2013 kom Grænt kort/Green ...

01/26/2015
Meira

Að breyta um hugsunarhátt

Það sem skiptir mestu máli, miklu meira máli en að lesa ótal greinar um góð og græn ráð, er að breyta eigin hugsunarhætti. Nota græna heilahvelið, ef svo má að orði komast. Ef þú finnur ekki fyrir græna heilahvelinu í dag gætir þú þurft að þjálfa það aðeins upp. Þú getur byrjað að skoða hvað líf einnar manneskju, þín, þýðir fyrir jörðina okkar.

  1. Ímyndaðu þér hve stórt fjall þú hefur skilið eftir þig af dóti og sorpi það sem af er ævinni. Í framhaldi af því getur þú skoðað hvursu mikið af þessu rusli þú þurftir virkilega á að halda ...
01/25/2015
Meira

Kristín Vala í Rómarklúbbinn

Kristín Vala t.v. og Vandana Shiva í pallborði er sú síðarnefnda kom til Íslands árið 2011. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, hefur fengið innöngu í Rómarklúbbinn svokallaða (e. Club of Rome) sem vinnur að því að greina helstu vandamál sem steðja að mannkyninu og jörðinni.

Rómarklúbburinn eru alþjóðleg samtök sem eiga sér nærri 50 ára sögu en aðild að þeim eiga leiðtogar sviðum stjórnmála, viðskipta og vísinda sem deila áhuga á framtíð jarðar og mannskyns. Markmið samtakanna er að koma auga mikilvægustu viðfangsefnin sem móta muni framtíð manna og meta hættur sem steðja að mannkyninu ásamt því að koma með lausnir til þess að takast á við þær áskoranir sem bíða þjóða heims ...

01/23/2015
Meira

Ákall - Sýning í Listasafni Árnesinga

Gjörningaklúbburinn; Háaloft

Laugardaginn 24. janúar klukkan 14:00 opnar sýningin Ákall í Listasafni Árnesinga. Þau verk sem valin hafa verið á þessa sýningu tengjast öll orðræðunni um sjálfbæra þóun og þeim siðferðilegu málefnum sem hún vekur. Verkin eiga það sameiginlegt að vekja upp gagnrýna hugsun sem hvetur áhorfendur til að taka afstöðu til þeirra málefna sem verið er að vinna með hverju sinni og krefur þá jafnvel til þátttöku. 

Sýningarstjóri er Ásthildur Björg Jónsdóttir, lektor í listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Sýningin er hluti af doktorsrannsókn hennar við Háskólann í Rovaniemi Finlandi og Háskóla Íslands. 

 Með aukinni þekkingu á heiminum lærum við hvernig allt ...

01/23/2015
Meira

Messages: