Hættuleg efni í flugeldum

Flugeldar á gamlárskvöld. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Við mælingar á efnainnihaldi flugelda á vegum yfirvalda í Danmörku kom í ljós að hluti þeirra innihaldi þrávirka efnið hexaklórbensen sem hefur um langt skeið verið bannað vegna þeirra alvarlegu áhrifa sem það hefur á umhverfið og heilsu manna. Hér á landi hefur hexaklórbensen mælst í andrúmsloftinu um ármót í margfalt hærri styrk en eðlilegt þykir og og er skýringuna vafalaust sú að hluti flugelda og skotterta sem eru á markaði hér innihalda hexaklórbense, þrátt fyrir bannið.

Mörg önnur heilsuskaðleg efni geta verið í flugeldum eða sem geta myndast eftir að kveikt er í þeim. Það er á ábyrgð innflytjenda að tryggja að flugeldar innihaldi ekki efni sem eru bönnuð.

Umhverfisstofnun tekur nú þátt í samevrópsku verkefni sem miðar að því að fyrirbyggja þessa notkun í framtíðinni þannig að hægt verði að njóta ljósadýrðarinnar á nýársnótt án þess að hafa of miklar áhyggjur af mengun af völdum skaðlegra efna.

Umhverfisstofnun ráðleggur fólki að spyrja söluaðila hvort flugeldarnir uppfylli kröfur um efnainnihald. Ef allir spyrja, hefur það áhrif!

Hexaklórbensen er þrávirkt efni sem safnast upp í umhverfinu og í lífverum. Það brotnar niður á afar löngum tíma og getur í millitíðinni borist langar leiðir í lofti, vötnum eða sjó og hefur efnið mælst í umhverfinu fjarri mögulegum uppsprettum. Hexaklórbensen er talið geta valdið alvarlegum heilsuskaða eins og krabbameini og skaðað starfsemi lifrar og nýrna svo eitthvað sé nefnt. Hexaklórbensen var áður fyrr notað sem skordýraeitur og í ýmis konar iðnaði en öll notkun þess hefur nú verið bönnuð með alþjóðlegum aðgerðum á borð Stokkhólmssamningi um bann við framleiðslu, notkun og losun þrávirkra lífrænna efna.

Nánar um hexaklórbenson og þrávirk lífræn efni:

HCB og flugeldar.

Stokkhólmssamningurinn um þrávirk lífræn efni.

Uppsöfnun þrávirkra lífrænna efna í fuglum og mönnum.

12/28/2014
Meira

Endurvinnsla um jól og áramót

Um jól og áramót safnast að jafnaði mikið upp af rusli á heimilum landsins. Mikið af því má þó endurvinna, þó ekki allt. T.a.m. flokkast jólapappír með glimmeri og málmögnum ekki undir venjulegt pappírsrusl og verður að flokka sem óendurvinnanlegt sorp. Sjá meira um jólagjafir og umbúðirnar.

Í flestum stærri bæjarfélögum eru jólatrén sótt á ákveðna söfnunarstaði eftir þrettándann. Þau eru síðan kurluð og nýtt t.d. í moltugerð. Sjá meira um umhverfisáhrif jólatrjáa.

Við skilagjaldsskildum umbúðum s.s. flöskum og dósum taka móttökustöðvar Endurvinnslunnar hf. um allt land. Þú finnur þær allar hér á Endurvinnslukortinu undir Flokkar ...

12/27/2014
Meira

Og þá er það jólaruslið

Það kemur að þessu árlega.
Jólapappír, umbúðir, borðar, kassar, ruslið eftir aðfangadagskvöld er komið og allt þarf þetta að fara eitthvert, en hvert? Það er óskaplega freistandi að troða bara öllu í stóran svartan plastpoka og troða ofan í tunnu...eða eitthvað. En ef allir gerðu það...þvílík sóun. Það er til betri leið, allavega fyrir umhverfið og hún er að sortera allt í flokka sem síðan má annað hvort endurnota eða henda á rétta staði.

Nokkur ráð: pakkaskraut, borða, kassa, poka og bönd sem enn standa fyrir sínu má nota aftur og jólapappírinn má líka nota aftur á næstu ...

12/25/2014
Meira

Náttúran óskar gleðilegra jóla

Helstu skilaboð jólanna eru að hver manneskja leiti ljóssins innra með sér og sýni náttúrunni og samferðarmönnum sínum umhyggju, virðingu og ást.

Með það í huga óskum við lesendum okkar, viðskiptavinum, stuðningsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar.

Starfsfólk og sjálfboðaliðar Náttúran.is.

12/24/2014
Meira

Almanak SORPU 2015

Forsíða almanaks SORPU 2015.Frá árinu 2006 hefur SORPA gefið út almanak sem notið hefur mikilla vinsælda. Ákveðið þema er tekið fyrir á hverju ári en alltaf er unnið út frá því að verkin tengist endurvinnslu eða endurnýtingu á einhvern hátt. Almanakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar og sýna fram á að í úrgangi leynast verðmæti sem geta orðið að einstökum  listaverkum, nýjum vörum og umbúðum við endurvinnslu.

Almanak ársins 2015 er unnið í samstarfi við Hlutverkasetur og urðu verkin sem sjá má á síðum þess til í listasmiðjuviku í september 2014. Hugmyndir verkanna kviknuðu m.a. við skoðun á því sem ...

12/24/2014
Meira

Stjarna - tákn jólanna

Stjörnutáknið er elsta tákn mannsins og var notað löngu fyrir ritmál. Stjarnan var notuð sem vörn gegn illum öndum og er tákn öryggis og innri hamingju. Í kristinni trú er stjarnan tákn boðunar og komu frelsarans og vísar okkur veginn að ljósinu.

Grafík: Stjarna, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/24/2014
Meira

Skata - tákn jólanna

Sá gamli íslenski siður að borða kæsta skötu á Þorláksmessu er upprunninn á Vestfjörðum. Á Suðurlandi var ekki alltaf kæsta  skötu að fá og var því horaðasti harðfiskurinn oft soðinn og snæddur á Þorláksmessu. Á Þorláksmessu mætti fnykurinn / lyktin af kæstri skötunni hangikjötsilminum, og jók þannig  á tilhlökkunina eftir hangiketinu.

Grafík: Skata, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/23/2014
Meira

Þorláksmessa hin síðari

Hún er 23. desember í minningu þess, að þann dag árið 1193 sálaðist sætlega í Drottni Þorlákur helgi í Skálholti. Hún var í katólskum sið ekki nándar nærri eins hátíðleg haldin og Þorláksmessa á sumar, enda hlaut hún mjög að hverfa í skugga jólanna. Af sömu sökum hefur hún hinsvegar átt mun ríkari sess í hugum fólks á síðari öldum, meðan hin er næstum gleymd. Þá var undirbúningur jólahátíðarinnar á lokastigi. Víða mun hangikjötið til jólanna t.d. hafa verið soðið þá.

Einnig voru klæði og híbýli þvegin á þessum degi eða mjög í námunda við hann. Í því sambandi ...

12/23/2014
Meira

Engill - tákn jólanna

Engill er æðri vera, verndarengill. Hann er boðberi Krists og alls hins góða sem í okkur býr.

Grafík: Engill, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/22/2014
Meira

Vetrarsólstöður

Sólin um vetrarsólstöður. Ljósm. Einar Bergmundur.Eins og nafnið bendir til þá eiga vetrarsólstöður sér andsvar í sumarsólstöðum. Þessar hátiðir hafa reyndar notið minni virðingar í seinni tíð borgarmenningar þar sem tengslin við náttúruna hafa minnkað. En þeir sem lifa í tenglsum við náttúruna eru mjög meðvitaðir um þessa póla á hringferli ársins. Við hér á Íslandi erum líka nákomin þeim þar sem þeir tákna hámark skammdegisins og hinn nóttlausa dag sumarsins.

Um 20. til 23. desember er sól lægst á lofti á norðurhveli jarðar og um 20. til 23. júni rís hún svo hæst og gengur ekki til viðar í norðlægari löndum. Þessu er svo ...

12/21/2014
Meira

Frjósemistáknin - tákn jólanna

Ber, könglar og hnetur eru táknræn fyrir frjósemi jarðar, lífið sjálft sem sefur í fræjum og aldinum og ber framtíðina í sér. Sveppir vekja upp svipaða tilfinningu frjósemi og allsnægta.

Þannig færum við náttúruna nær okkur um jólin, inn í stofu, röðum henni upp og byggjum upp helgiathöfn í kringum táknin, einskonar galdraathöfn í tilbeiðslu fyrir fæðingu og frjósemi.

Fæðing frelsara er ekkert annað en táknmál frjóseminnar um nýtt (og betra) líf mannsins og náttúrunnar.

12/21/2014
Meira

Borðar og slaufur - tákn jólanna

Hátíðleiki jólanna felst að stóru leiti í barnslegri tilhlökkun okkar um að óskir geti ræst. Borðar og slaufur binda inn og innsigla leyndarmálin tímabundið. Borðinn bindur saman, tengir og afmarkar. Slaufan er tákn hinnar hátíðlegu stundar og innsiglar leyndarmálið sem afhjúpast ekki fyrr en slaufan er leyst.

Grafík: Borðar og slaufur, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/21/2014
Meira

Ekki úthlutað til græna hagkerfisins

Skjáskot úr kvöldfréttatíma Ríkissjónvarpsins þ. 20. des. 2014.Áréttar ábendingar til forsætisráðuneytis

Ríkisendurskoðun áréttar ábendingar til forsætisráðuneytisins um fjárveitingar af fjárlagaliðnum græna hagkerfið. Stofnunin gerði í sumar athugasemdir við fjárlagaliðinn og gagnrýndi úthlutun ráðuneytisins af honum.

Í lok árs í fyrra færði forsætisráðuneytið til sín frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti fjárlagalið Græna hagkerfisins.

Ríkisendurskoðun gagnrýndi í sumar meðhöndlun forsætisráðherra á fjárlagaliðnum í fyrra, og að engu hefði verið ráðstafað til verkefna sem tilgreind eru í þingsályktun um eflingu græna hagkerfisins. En þar er lögð áhersla á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Í fyrra fór fjárveitingin til Þjóðminjasafnsins, Minjastofnunar og skrifstofu forsætisráðuneytisins.

Ríkisendurskoðun gagnrýndi að óskað ...

12/21/2014
Meira

Jólagjöfin - tákn jólanna

Jólagjöfin er tákn umhyggju og ástar og vísar til gjafa Krists til mannkyns. Ástvinum okkar gefum við meðvitað eftir því lögmáli að gjöfin viðhaldi ást og vináttu.

Grafík: 3 jólapakkar, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/20/2014
Meira

Alþingi samþykkir breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum

MývatnAlþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Breytingin er til komin vegna skuldbindinga Íslands á grundvelli EES samningsins. Breytingin felur í sér að fleiri framkvæmdir falla undir lögin en verið hefur en málsmeðferð þeirra er einfaldari og styttri en annarra framkvæmda sem undir lögin falla í dag.

Sveitarfélögin skulu taka ákvarðanir um matsskyldu þeirra nýju framkvæmda sem falla undir lögin og eru háðar leyfum sveitarfélaga. Skipulagsstofnun hefur leiðbeininga- og eftirlitshlutverk með stjórnsýslu sveitarfélaganna vegna þessara framkvæmda.

Þá eru viðaukar laganna sem tilgreina framkvæmdir sem falla undir lögin skýrari og mælieiningum og stærðarmörkum tiltekinna framkvæmda ...

12/19/2014
Meira

Verkefnisstjóri hálendisverkefnis


Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd auglýsa eftir verkefnisstjóra til að stýra nýju og spennandi verkefni samtakanna fyrir verndun hálendisins. Verkefnið er unnið í samvinnu við Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar. Starfið felst meðal annars í skipulagningu viðburða, þekkingaröflun og miðlun um málefni hálendisins í samvinnu við hagsmunaaðila úr ólíkum áttum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi taki til starfa sem fyrst og ráðið er til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Menntun og hæfniskröfur
Samtökin óska eftir að ráða dugmikinn einstakling með háskólamenntun og góða þekkingu og reynslu af náttúruvernd, skipulagsmálum, málefnum miðhálendisins, eða með aðra þá þekkingu sem mundi nýtast við ...

12/19/2014
Meira

Jólatré

Ljósmynd: Gamla jólatréð frá Hruna skreytt. í Húsinu á Eyrarbakka. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Jólatréð, sem nú er eitt helsta tákn jólanna a.m.k. um allan hinn vestræna heim a.m.k. er tiltölulega nýkomið til sögunnar sem slíkt. Ekki munu vera meira en rúm hundrað ár, síðan það varð algengt í Evrópu í nokkurri líkingu við það, sem nú er. Fyrstu heimildir, sem þekktar eru um einskonar jólatré, eru frá Strassburg og þar um kring á 16. öld. Er þess m.a. getið, að í herbergi einu hafi verið stillt upp grenitré á jólakvöldið og hengd á það epli, oblátur og gylltur pappír. Snemma á 17. öld ónotast predikari nokkur í Strassburg ...

12/18/2014
Meira

Jólapokinn - tákn jólanna

Jólasveinninn ber poka fullan af gjöfum til byggða. Á táknrænan hátt hengjum við síðan poka á jólatréð, eins og til að taka við gjöfum náttúrunnar.

Grafík: Jólapokar, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/17/2014
Meira

Rauður litur - tákn jólanna

Rauður er fyrsti frumliturinn, sá sem hefur hæstu tíðnina og er sá litur sem mannsaugað nemur sterkast. Rauður stendur fyrir líkamann, Jörðina og undirheima sjálfa í fornum trúarbrögðum. Rauður tengist ferhyrningsforminu og er litur hlýju, ástar og kraftsins.

Grafík: Rauður litur, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/16/2014
Meira

Messages: