Lítið gos hafið í Dyngjujökli

Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja að lítið eldgos sé hafið undir sporði Dyngjujökuls. Þar sem atburður er hafinn hefur Ríkislögreglustjóri ákveðið að færa hættustig upp á neyðarstig og Veðurstofa Íslands hefur fært litakóða vegna flugs upp á rautt, sem þýðir að flug er nú bannað yfir svæðinu.

Talið er að um lítinn atburð sé að ræða enn sem komið er og vegna þrýstings frá jöklinum er óljóst hvort gosið muni eingöngu verða undir jökli eða koma upp úr honum.

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sif er komin að jöklinum með vísindamenn innanborðs og er ekki að sjá gosmökk yfir jöklinum. Engar vísbendingar eru um bráðnun frá jöklinum eða hlaup vegna goss.

Á þessu stigi miðast viðbúnaður við lítinn atburð. Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu. Að svo stöddu er ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit. Fólk á þessu svæði er hvatt til að fylgjast grannt með fréttum og vera í stöðugu farsímasambandi.

08/23/2014
Meira

Krækiber og krækiberjasaft

Krækiiyng (Empetrum nigrum)Krækiber og krækiberjasaft er ein af blá-fjólubláu íslensku fæðutegundunum.

Gott er að hreinsa krækiber, um leið og komið er heim, með því að hella þeim milli íláta við húshorn þar sem svolítil gola leikur um. Til þess þarf bala og best er að leggja klút í botninn til að þau skoppi ekki til. Við að hella þeim varlega fýkur ruslið burt með golunni en berin, sem eru þyngri, falla í balann. Halda þarf berjaílátinu hæfilega hátt svo þetta takist vel. Mistakist það er ekkert annað að gera en að hella aftur enda gott að umhella tvisvar. Ef gerð er krækiberjasaft ...

08/23/2014
Meira

Hrá-bláberjaís

Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum)

Nú er háuppskerutími hinna bláu berja bláberjarunnans (Vaccinium uliginosum) þessum yndislegu vítamín-, (séstaklega C- og E-vítamín) trefja- og andoxunargjöfum sem fást ókeypis úti í móa út um allt land.

Margt er hægt að gera til að geyma þau til vetrarins. Klassíska bláberjasultan stendur alltaf fyrir sínu en einnig er hægt að gera hráberjasultu, sem geymist þó ekki lengi. Fersk bláber með rjóma eru engu lík og því um að gera að borða eins mikið af berjunum ferskum og í maga komast. Afganginn má svo sulta eða frysta beint, annað hvort örlítið sykruð eða bara setja þau beint í ílát eða ...

08/23/2014
Meira

Með náttúrunni - Mummi, Guðmundur Ingi Guðbrandsson í eldlínunni - 3. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Í síðustu og þarsíðustu viku sagði Mummi eða Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar okkur frá ýmsum mikilvægum verkefnum félagsins og aukið álag á náttúruna vegna gríðarlega aukins straums ferðamanna til landsins. Nú er viðfangsefnið eitt af stærstu baráttumálum Landverndar sem er verndun hálendisins en þar eru uppi miklar virkjanahugmyndir segir Mummu. Virkjanlegt vatnsafl á landinu í dag miðað við nýtingarflokk er ekki nema um 1000 MW og það þarf að fara víða til að ná þeim saman. Hlusta á þáttinn.

Úrdráttur úr viðtalinu:

Mummi og félagar úr Landvernd vaða í Þjórsárverum við upphafsátak verkefnisins Hálendið - hjarta landsins.Miðhálendi á að nýta á annan hátt en til orkuframleiðslu
Miðað við ...

08/22/2014
Meira

Einiviður

Einiber á einiberjarunna Einiberjarunnar vaxa villt á Íslandi og auðvelt að hafa þá hjá sér úti eða inni. Í góðum árum þroskar einirinn ber og þau eru hið besta krydd. Samkvæmt fornum hefðum hreinsar reykurinn af eini híbýli manna á sama hátt og salvía og reykelsi. Það má leggja einiviðargreinarstúf á heitan ofn eða hellu eða kveikja í greininni í hreinum öskubakka. Soð af einivið hreinsar matarílát á fjöllum og sama gagn gerir sortulyng. „Þurrkað vallhumalsblóm, hvannarótarbörkur, blóðberg þurrkað, einiber eða harðþurrkuð einiblöð gefa bestu lykt. Þessu reykelsi skal sá á glæður í glóðarkeri og veifa svo um húsið. ... Reyrgresi gefur góða lykt ...

08/22/2014
Meira

Hvað var ræktað í Nesi á tímum Bjarna Pálssonar landlæknis og Björns Jónssonar lyfsala?

Landlæknishúsið á SeltjarnarnesiMálþing á vegum stjórnar Urtagarðsins í Nesi fimmtudaginn  28. ágúst 17:00 – 19:00 í sal Lyfjafræðisafnsins við Neströð.

Epli, ber og annað góðgæti. Ræktunartilraunir í Nesi á átjándu öld.

Dagskrá málþingsins:

  • Urtagarður í Nesi – gömul saga og ný - Lilja SigrúnJónsdóttir læknir.
  • Saga apótekara í Nesi - Kristín Einarsdóttir lyfjafræðingur.
  • Eplatré og fleiri nytjajurtir í garði Björns apótekara í Nesi við Seltjörn - Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, sagnfræðingur.
  • Hlé að loknum kynningum (hressing í boði, kaffi og myntute.

Í lok dagskrár býðst leiðsögn um Lyfjafræðisafnið, Nesstofu og Urtagarðinn.

08/22/2014
Meira

Menningarnótt 2014

Hátíðarkort Menningarnætur 2014Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkur og verður haldin í nítjánda sinn þann 23. ágúst. Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum eða söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum. Yfirskrift hátíðarinnar er „Gakktu í bæinn!“ sem vísar til þeirrar gömlu og góðu hefðar að bjóða fólk velkomið og gera vel við gesti.

Menningarnótt markar upphaf menningarárs borgarinnar þegar söfn, leikhús, menningarstofnanir og listamenn hefja sína haust- og vetrardagskrá. Markmið hátíðarinnar er að hvetja til menningarþátttöku með því að reiða fram fjölbreytt og ríkulegt framboð af hinum ýmsu viðburðum ...

08/22/2014
Meira

Að leika og læra í náttúrunni

Daníel skoðar jurtirÞegar fullorðnir fylgja börnum út í náttúruna getur samvera þeirra orðið að ógleymanlegum stundum uppgötvana og ánægju.

Jákvæð upplifun af náttúrunni er lykillinn að umhverfisvitund einstaklingsins og því mikilvægur grunnur til að auka vilja okkar og getu til að lifa í sátt við Jörðina.

Að sjálfsögðu getur slík stund orðið án þess að nokkur undirbúningur hafi átt sér stað en með því að vera betur meðvitaður um það, hversu dýrmætrar reynslu við erum að stuðla að, getum við með einföldum hætti fjölgað slíkum stundum.

Joseph Cornell er bandarískur frumkvöðull í því að fara með börn og fullorðna út í náttúruna ...

08/22/2014
Meira

Sanngjörn viðskipti / Fair Trade Iceland

FairTrade samtökin hafa sáð fræi vonar meðal annars í Palestínu þar sem eru 1700 bændur á Vesturbakkanum sem vinna saman innan FairTrade samtaka og rækta ólívur.

Nú í vor voru stofnuð Fair Trade samtök á Íslandi með nafninu Sanngjörn viðskipti / Fair Trade Iceland. Formaður er Guðbjörg Eggertsdóttir rekstrarhagfræðingur, gjaldkeri er Lilja Salóme H. Pétursdóttir mannfræðingur og ritari er Sara Lillý Þorsteinsdóttir læknanemi.

Tilgangur félagsins er að vekja áhuga almennings á sanngjörnum viðskiptum sérstaklega við þróunarlöndin. Einnig er samtökunum ætlað ...

08/21/2014
Meira

Samnorræn ráðstefna um framleiðslu og notkun metans

Ráðstefnan Nordic Biogas Conference verður haldin í fimmta sinn og nú hér á landi dagana 27.-29. ágúst næstkomandi en ráðstefnan verður haldin í Hörpu.

NBC er stærsta ráðstefna sinnar tegundar á Norðurlöndunum þar sem fjallað er um „biogas“ (hauggas/lífgas eins og það hefur verið þýtt). Fjallað er um allar hliðar málefnisins; hráefni til gasgerðar, vinnslu, hreinsun á hauggasi, notkun sem eldsneyti, til rafmagnsframleiðslu eða varmaframleiðslu, fljótandi eða þjappað metan (LNG/CNG), notkun til landflutninga og sjóflutninga en einnig um þróun og rannsóknir innan geirans. Einnig er fjallað um notkun á aukaafurðum eins og meltuvökva og jarðvegsbæti. Fyrirlestrar fjalla ...

08/21/2014
Meira

Reyniberjasulta

Reyniber800 g reyniber
1 gult epli
3-4 dl vatn
500-600 g. sykur
1/2 dl viskí eða koníak

Tínið vel þroskaða reyniberjaklasa og frystið.
Takið úr frysti og þýðið, hreinsið berin vel.
Eplið skorið í frekar litla bita.

Allt sett í pott og soðið þar til berin glansa. Froðan veidd ofan af. Sultan látin kólna aðeins áður en viskíinu eða koníakinu er bætt út í. Hellt á krukkur. Verði ykkur að góðu.

Uppskrift frá Höllu Hallgrímsdóttur.

Ljósmynd: Reyniberjaklasi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

08/20/2014
Meira

Opinn dagur í Skaftholti

Opinn dagur í SkaftholtiHinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 23. ágúst frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði búsettir í Skaftholti þar sem þeir búa og vinna í nánum tengslum við náttúruna. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar.

Í kúabúi Skaftholts, þar sem mjólkin er gerilsneydd á staðnum, er einnig rekin ostagerð.

Í Skaftholti er ræktað fjölbreytt úrval grænmetis. Einnig ...

08/20/2014
Meira

Lokanir á svæðum norðan Dyngjujökuls

Lögreglustjórarnir á Húsavík og Seyðisfirði hafa ákveðið að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kring um Bárðarbungu undanfarna daga.

Um er að ræða öryggisráðstöfun þar sem ekki er hægt að útiloka að jarðskjálftavirknin undir Bárðarbungu geti leitt til eldgoss með stuttum fyrirvara. Rétt er þó að taka fram að enn eru engin merki um gos – reynslan úr fyrri jarðhræringum sýnir að þær geta staðið lengi yfir áður og ef kemur til goss. Viðbúnaðurinn nú er fyrst og fremst til að vera við slíku gosi búinn þar sem lögreglan á Húsavík og Seyðisfirði telur að óframkvæmanlegt sé að ...

08/19/2014
Meira

Áframhaldandi jarðhræringar

Nú undir kvöld hefur ekkert dregið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli. Vísindaráð almannavarna fundaði í dag og telja jarðvísindamenn á Veðurstofunni og Háskóla Íslands að kvika sé á hreyfingu austan við Bárðarbungu við jökuljaðar Dyngjujökuls. Þá kom einnig fram á fundinum að leiðni í Jökulsá á Fjöllum er há miðað við árstíma. Samkvæmt Veðurstofunni hafa yfir 800 jarðskjálftar mælst frá miðnætti 18. ágúst, sá stærsti 4,5. Lokanir eru enn í gildi á hálendisvegum F88 og F910 að hluta. Rétt er að taka fram að lokanirnar eiga við um alla umferð, jafnt akandi sem gangandi og hjólandi.
Hér ...

08/19/2014
Meira

Blómkál

BlómkálBlómkál Blómkál gefur mikla og góða uppskeru ef það tekst á annað borð. Best er því að reyna að fá tvær uppskerur á mismunandi tíma. Sú fyrri gæti komið síðast í júlí eða í byrjun ágúst og sú síðari þremur vikum seinna. Hægt er að dekra meira við fáeinar plöntur til að koma þeim áfram, eða sá tvisvar en það er mikil fyrirhöfn, því blómkál verður að forrækta, eins og flestar stórar plöntur.

Hrátt blómkál
Blómkál má nota hrátt niðurskorið í salat. Það má líka leysa upp í smáblóm og bera fram með einhverri íýfu eins og heimagerðri majónessósu og ...

08/19/2014
Meira

Yfirdráttardagurinn 2014

Yfirdráttardagurinn er í dag þ. 19. ágúst 2014, en nú er mannkynið búið að nota allar þær auðlindir sem jörðin nær að framleiða á þessu ári. Samtökin Global Footprint Network hafa þróað reiknilíkan til að áætla vistspor þjóða og reikna með því út fjölda jarða sem heimsbyggðin þarf til að standa undir neyslu sinni. Þannig tímasetja samtökin jafnframt yfirdráttardaginn á hverju ári. Í fréttayfirlýsingu frá samtökunum kemur fram að árið 1961 hafi mannkynið árlega notað um einn þriðja af auðlindum jarðar, en í dag búa um 86% heimsbyggðarinnar í löndum þar sem úttektir auðlinda eru hærri en innborganir. Frá og ...

08/19/2014
Meira

Hentugur matsveppur - Túnætisveppur

Túnætisveppur (Agaricus campestris)

Túnætisveppur (Agaricus campestris)

Hvítur hattsveppur með rósrauðar fanir sem dökkna og verða súkkulaðbrúnar með aldri.

Góður matsveppur sem mæst er með að nota hráan í salöt því bragðið nýtur sín best sé hann ekki matreiddur. Vex í graslendi og oftast í baugum.

Ljósmynd: Túnætisveppur (Agaricus campestris) Wikipedia Commons.

08/18/2014
Meira

Óvissustig hækkað í appelsínugult

Fundað var í morgun með starfsmönnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnu þar sem farið var yfir stöðuna.  Jarðskjálftahrinan er enn í gangi og GPS gögn staðfesta að um er að ræða kvikuhreyfingar.

Virknin er mest áberandi á tveimur þyrpingum norðan og austan Bárðarbungu.  Engin merki eru sjáanleg um að gos sé hafið en áfram er fylgst með framvindu mála þar sem atburðarrás sem þessi kann að vera undanfari eldgoss.

Vísindamenn hafa aukið vöktun sína á svæðinu og lögreglustjórarnir á Húsavík, Hvolsvelli og Seyðisfirði auk Vatnajökulsþjóðgarðs hafa farið yfir sínar áætlanir.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í dag með vísindamenn og starfsmenn ...

08/18/2014
Meira

Blaðselja

BlaðseljaBlaðselja
Hún er auðræktanleg og stórvaxin en nýtur þó engra sérstakra vinsælda. Sniglar sækja ekki í hana og kálflugan sneiðir hjá henni. Beðjan vex bæði úti og inni, kemur snemma upp og stendur lengi. Þó á hún það til að hlaupa í njóla en þá hjálpar að skera stilkana af þegar þeir fara að vaxa upp eins og gert er við rabarbara. Hún er skyld spínati en ekki eins sýrumikil. Bragðið er ekki afgerandi og erfitt að lýsa því án þess að segja það minni örlítið á gróðurmold en það gera trufflusveppir líka og þykja þó óviðjafnanlegir.

Hún hefur stóran ...

08/18/2014
Meira

Messages: