Inngangsræða Guðmundar Inga Guðbrandssonar á Pardísarmissi

Ræða Guðmunar Inga Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra Landverndar á Pardísarmissi? Hátíð til verndar hálendis Íslands þ. 16. apríl 2015:

Gott kvöld góðir gestir!

Fyrir hönd hinna fjölmörgu skipuleggjenda býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin á þessa hátíð til verndar hálendi Íslands.

Hvers vegna er blásið til baráttufundar núna? Jú, vegna þess að sjaldan hefur verið jafnmikil nauðsyn á samstöðu um vernd hálendisins og á næstu misserum. Það er komið að ögurstundu.

Ögurstund er magnþrungið orð. Er þessi dramatík mín einvörðungu vegna þess að ég er fæddur dramadrottning, sem ég fúslega viðurkenni, eða hangir fleira á spýtunni? Skoðum það nánar.

Landsnet hyggst reisa stóra og áberandi háspennulínu í lofti þvert yfir Sprengisand, ekki ólíka þeim sem við sjáum á Hellisheiðinni. Sprengisandslína myndi kljúfa hálendið í herðar niður.

Og Orkufyrirtækin vilja:

 • Virkja Jökulsárnar í Skagafirði með óbætanlegu tjóni fyrir flúðasiglingar og víðfeðmustu flæðiengi landsins og jafnvel Norðurlandanna .
 • Tvær vikjanir í Skjálfandafljóti með uppistöðulónum hátt upp á hálendinu og neikvæðum áhrifum á einstaka fossa eins og Aldeyjarfoss.
 • Virkja jarðhitasvæðið við Fremrinámar á ósnortnu landsvæði við Ketildyngju, milli Mývatns og Herðubreiðarfjalla.
 • Virkja jarðvarma við Hágöngur í anddyri Vatnajökulsþjóðgarðs.
 • Virkja við Skrokköldu á Sprengisandsleið.
 • Virkja við Norðlingaöldu í jaðri Þjórsárvera og eyðileggja víðerni vestan Þjórsár og fossana, þá bræður Dynk, Gljúfurleitarfoss og Kjálfaversfoss.
 • Reisa Bjallavirkjun og Tungnaárlón á óbyggðum víðernum milli Friðlands að Fjallabaki og Vatnajökulsþjóðgarðs.
 • Virkja Hólmsá við Einhyrning eða við Atley og Skaftá við Búland.
 • Reisa þrjár virkjanir á vatnasviði Hvítár: Hagavatnsvirkjun við Langjökul á frábæru útivistarsvæði, í Stóru-Laxá og við
 • Búðartungu 5 km ofan Gullfoss.
 • Þá eru uppi hugmyndir um vindmyllur á tveimur stöðum.

Samtals eru þetta um 15 nýjar virkjanir á hálendi Íslands.

Og þetta er ekki alveg búið...

Því virkjunum fylgja nýjar, uppbyggðar og helst malbikaðar hraðbrautir á hálendinu, og í kjölfarið láglendisvæðing hálendisins með gisithúsum og vegasjoppum. Skynsamleg ákvörðun Vegagerðarinnar í gær um að fresta umhverfismati nýs Sprengisandsvegar um sinn er þó áfangasigur okkar allra.

Kæru gestir!
Gleymum því ekki að fjórar af þessum virkjanahugmyndum eru í verndarflokki rammaáætlunar!  Ég sem hélt í sakleysi  mínu að verndarflokkur þýddi vernd!

Gleymum því ekki að enginn hefur greint frá því í hvað eigi að nota þessa orku.

Gleymum því ekki að nú þegar hefur fjölmörgum svæðum á hálendinu verið fórnað. Getum við samþykkt að skipta köku á milli verndar- og orkunýtingar sem þegar er hálf? Svar mitt er NEI!

Góðir gestir!
Þið munuð heyra hér á eftir hvers virði hálendið er. Þessar framkvæmdir ógna því virði. Þannig að ég spyr: „Hvaða framtíð viljum við sjá fyrir hálendi Íslands?“

Þessa hérna sem ég hef hér að framan lýst?

Eða þessa hér þar sem við tryggjum varanlega vernd hálendis Íslands?

ÞETTA ERU VALKOSTIRNIR! Svellkaldur raunveruleikinn.

Ég legg til að við nálgumst vernd hálendisins með jákvæðni og berjumst fyrir okkar sýn, gerum hana að raunverulegum, áþreifanlegum valkosti sem getur hrifið fólk með okkur á verndarvagninn.

Að lokum geri ég orð Guðmundar Páls Ólafssonar heitins að okkar allra: „Á meðan er okkar sæng upp reidd: Að verja hálendið, sjálft hjarta landsins, með ráð og dáð, sem sverð þess og skjöldur. Og annaðhvort verjum við það núna eða aldrei. Í húfi er æran, þín og mín; heiður allra Íslendinga.“

Látum þennan fund marka endi Paradísarmissis og upphaf Paradísarheimtar.

Kæru vinir – njótið kvöldsins!

04/21/2015
Meira

Sumardagurinn fyrsti í Garðyrkjuskólanum

Stúlka í bananahúsinu að Reykjum á sumardaginn fyrsta en þá er bananahúsið opið almenningi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Garðyrkjuskólinn að Reykjum verður opinn fyrir gesti og gangandi. Fullt af skemmtilegum viðburðum og ferskt grænmeti til sölu.

 • Glæný uppskera af hnúðkáli
 • Grænmetismarkaður; beint frá bónda
 • Stærsta bananaplantekra Evrópu verður til sýnis
 • Ratleikur fyrir börnin
 • Pylsur og með því
 • Vöfflur og hvað eina
 • og margt margt fleira

Einnig verður sérstök hátíðardagskrá.
Þar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra veita garðyrkjuverðlaunin 2015. Einnig mun Ólafur Ragnar Grímsson forseti veita umhverfisverðlaun Hveragerðis 2015 og að lokum mun Illugi Gunnarsson mennta og menningarmálaráðherra veita umhverfisverðlaun Ölfuss 2015.

Húsið opnar klukkan 10 og hátíðardagskráin hefst klukkan 2.

Komdu og blómstraðu með okkur á nýju sumri ...

04/21/2015
Meira

Sumargjöf til íbúa Djúpavogshrepps

Taupokinn sem Djúpavogsbúar fá á sumardaginn fyrsta, báðar hliðar.Í ljósi þeirrar stefnu Djúpavogshrepps að draga úr notkun plastpoka og sorpmyndun í samfélaginu, verður öllum heimilum í Djúpavogshreppi gefinn taupoki úr lífrænni bómull í sumargjöf. Krakkar úr elstu bekkjum Djúpavogsskóla munu bera pokana í hús innan Djúpavogs miðvikudaginn nk., en þeir verða sendir út í dreifbýlið.

Hægt verður að kaupa fleiri poka á skrifstofu sveitarfélagsins.

Pokinn er mun sterkari en plastpoki, hann hentar vel til innkaupa eða annarrar endurtekinnar notkunar.

Kostnaður sveitarfélagsins vegna sorpurðunar er hærri en hann þarf að vera og væri því fé betur varið í fjölmargt annað í samfélaginu.

Djúpavogshreppur fékk nýlega sitt eigið Endurvinnslukort inn ...

04/21/2015
Meira

Dagur umhverfisins 2015

Kuðungurinn féll í skaut Kaffitárs á síðasta ári. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Dagur umhverfisins á Íslandi á sér ekki ýkja langa sögu. Tilurð hans var með þeim hætti að þann 25. apríl árið 1999 tilkynnti ríkisstjórn Íslands, að ákvörðun hafi verið tekin um að tileinka „umhverfinu“ einn dag ár hvert og var dagsetningin ákveðin 25. apríl fyrir valinu. Það er fæðingardagur Sveins Pálssonar en hann var fyrstur íslendinga til að nema náttúruvísindi og lauk námi í frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1791. Hann var einna fyrstur til að hvetja til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur staðið fyrir dagskrá á degi umhverfisins ...

04/20/2015
Meira

Aukið samstarf stofnana um rannsóknir og vöktun á náttúru Íslands

Stýrihópurinn ásamt ráðherra við afhendingu skýrslunnarStýrihópur ráðuneytis og forstjóra nokkurra stofnana á sviði rannsókna og vöktunar hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslu sinni um frumathugun á samlegð stofnana á sviði rannsókna og vöktunar á náttúru Íslands. Tillögum stýrihópsins er ætlað að auka samstarf rannsóknastofnana ráðuneytins m.a. með það að markmiði að efla þekkingu á auðlindum íslenskrar náttúru og miðlun upplýsinga um hana.

Hlutverk stýrihópsins var m.a. að meta hvort sameining stofnana, aukið samstarf og/ eða samþætting verkefna stofnana sé góður kostur.  Þær stofanir sem voru til skoðunar eru Náttúrfræðistofnun Íslands, Náttúruannsóknastöðin við Mývatn, Umhverfisstofnun, Íslenskar orkurannsóknir,  Rannsóknastöðin í jarðskjálftaverkfræði og Veðurstofa Íslands.

Tillögur ...

04/20/2015
Meira

Jarðdagurinn - 22. apríl

Vistræktarfélag Íslands, Sprotamiðstöð Íslands og Garðyrkjufélag Íslands bjóða öllum náttúruunnendum að fagna á degi Jarðarinnar og hlýða á upplýsandi erindi í Síðumúla 1, 1. hæð, þ. 22. apríl kl. 19:30, gengið inn frá Ármúla.

Erindi flytja:

 • Eyvin Björkavag - Vistræktarhönnuður - Vistræktarlausnir
 • Jóhann Þórisson - Vistfræðingur - Jarðvegsmyndun, eyðing og endurheimt
 • Viktoría Gilsdóttir - Kennari - Ormamoltugerð í heimahúsum
 • Richard Nelson - Uppfinningamaður - Lausnir til sjálfbærrar matvælaframleiðslu

Sjá meira, á ensku:

04/20/2015
Meira

Kartöflur - ræktun, upptekt og geymsla

Blómgað kartöflugrasAð útvega nægilega kalda geymslu getur verið vandamál. En kartöflur mega ekki frjósa. Erlendis, þar sem frost er minna, dugar að koma þeim fyrir í gryfjum yfir veturinn. Á Íslandi þekktist það áður fyrr að grafa jarðarávexti niður í baðstofugólf eða í útihúsi og vörðu þær sig ef vatn komst ekki að þeim. Íslenskar kartöflur hafa yfirleitt ekki haft langan vaxtartíma og skinnið því afar viðkvæmt í fyrstu og verður að fara varlega með þær við og eftir upptöku.

Sumum þykir best að þvo þær strax við upptöku, þurrka og láta þær „skurna” í 10–14 daga við 14–16 ...

04/19/2015
Meira

Vorverkin hefjast

Í huga garðyrkjumannsins og safnarans spannar vorið tímabilið frá jafndægrum til 17. júní. Þó verður það aldrei neglt niður eftir almanaki. Veðráttan segir mest til um hvort vorar seint eða snemma og vorið er því ástand ekki síður en ákveðið tímabil. Til að hafa reglu á lífi sínu, og geta svarað vinum og fjölskyldu varðandi ferðalög og aðrar áætlanir, er þó gott að miða við að ljúka sáningu einhvern ákveðinn dag. Ég miða við 20. maí fyrir sáningu og áætla að ljúka því að planta út fyrir 17. júní. Nú teygja plöntun og tilflutningar trjáplantna sig lengra fram á sumarið ...

04/19/2015
Meira

Að gera bungubeð

Bungubeð (Hügelbett á þýsku) er tegund af gróðurbeðum sem virka eins og vítamínsprauta í matjurtarækt.

Gerð bungubeða var kennd á vistræktarhönnunarnámskeiði í Alviðru í síðustu viku (Permaculture Design Certificate Course) sem Jan Martin Bang frá Norsk Permaculture Association og Nordic Permaculture Institute kenndi ásamt Kristínu Völu Ragnarsdóttur prófessor við Háskóla Íslands.

Námskeiðið var skipulagt af þeim Örnu Mathiesen arkitekt starfandi í Noregi, Merði Ottesen, stofnanda Töfrastaða, Auði Ottesen hjá Sumarhúsinu og garðinum og Kristínu Völu Ragnarsdóttur. Námskeiðið stóð í 10 daga og tóku 18 nemendur þátt og luku með Permaculture Design Certificate Course viðurkenningu sem gefur leyfi til að leiðbeina ...

04/18/2015
Meira

Límmiðar á plastílátum

Rífa fyrst pappírshluta límmiðans af, leysa fyrst upp með vatni ef nauðsynlegt er og rífa af.  Seigar límrestarnar sem eftir verða er hægt að strjúka með olíu og nudda síðan af með eldhússvampi sem dýft hefur verið í olíu.

Grafík: Plastílát, Guðrún A. Tryggvadóttir.

04/18/2015
Meira

Umhverfisvænir vegir

Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar 2014

Merki vottunarkerfis Greenroad.Umhverfisvænir vegir (The Greenroads® Rating System) er bandarískt kerfi þar sem mat er lagt á hversu umhverfisvænir vegir og tengd mannvirki (t.d. brýr og göngustígar) eru ásamt því sem lögð er áhersla á umhverfisvænar og sjálfbærar lausnir í hönnun og framkvæmd. Þetta kerfi er sambærilegt og LEED (Leadership in Energy and Environmental Design) kerfið sem tileinkað er byggingum.
Tilgangur þessa verkefnis er að kynna Green roads matskerfið og hvernig það er notað í Bandaríkjunum. Einnig er skoðað hvernig kerfið er notað í löndum utan Bandaríkjanna og hvort aðlögun sé gerð fyrir tiltekið land.  Markmið verkefnisins er ...

04/17/2015
Meira

Fullt hús á Paradísamissi

Fyrirhugaðar virkjanir á hálendi ÍslandsFrábær viðburður, fjöldinn og samstaðan engu lík. Það er ljóst að fólk elskar landið, ósnortið, af heilum hug og hreinu hjarta. 
Hugmyndafræði nítjándu aldar hefur runnið sitt skeið þótt enn séu öfl sem sækja í þá átt í anda og verki. 

Sú upplifun sem órofin víðátta jökla, fjalla, fljóta, sands og hrauna veitir þeim sem þangað fer og leyfir sér að njóta er engu lík. Fyllir vitundina auðmjúkum krafti og samruna við sköpunarverkið. 

04/17/2015
Meira

Umhverfismat Sprengisandsleiðar stöðvað

Á Sprengisandi. Ljósm. Vegagerðin.Vegagerðin hefur ákveðið að ekki verði lokið við mat á umhverfisáhrifum Sprengisandsleiðar að sinni. Nýr vegur yfir Sprengisand verður því líklega ekki á samgönguáætlun sem lögð er fram til tólf ára.

Eitt af markmiðum verkefnisins var að stilla saman legu vegar og háspennulínu, einkum með tilliti til sjónrænna áhrifa. Verkefnið var unnið sameiginlega af Vegagerðinni, Landsneti og Landsvirkjun. Náttúruverndarsamtök Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar lögðust gegn því að nýr vegur yrði lagður yfir Sprengisand.

Ef vegurinn yrði byggður myndu þungaflutningar færast að miklu leyti yfir á hann með tilheyrandi sjón- og hávaðamengun á svæðinu.

Drög að tillögu að matsáætlun eru til ...

04/16/2015
Meira

Aðalfundur Landverndar 2015

Frá aðalfundi Landverndar 2011. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna laugardaginn 9. maí n.k. kl. 13:00-18:00 í sal Kvenfélagasambands Íslands að Hallveigarstöðum við Túngötu 14 í Reykjavík. Dagskrá verður send út viku fyrir aðalfund. Sérstök athygli er vakin á því að formaður Landverndar, Guðmundur Hörður Guðmundsson, og Helena Óladóttir varaformaður gefa ekki kost á sér til stjórnar.

Kjörnefnd leitar eftir framboðum til setu í stjórn

Á fundi stjórnar Landverndar hinn 17. mars sl. var skipuð kjörnefnd sem hefur það hlutverk að tryggja framboð í öll embætti stjórnar. Kosið verður um formann í sérstakri kosningu, sbr. 16. gr. laga samtakanna, og um ...

04/16/2015
Meira

Paradísarmissir? Hátíð til verndar hálendi Íslands

Kýlingar í Friðlandi að Fjallabaki. Verðlaunaljósmynd Roar Aagestad í ljósmyndaleik Hjarta landsins.Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4x4, Framtíðarlandið og SAMÚT (Samtök útivistarfélag) bjóða til hálendishátíðar í Háskólabíói.

Með stuttum ræðum í bland við tónlist, myndbönd og skemmtiatriði mun athygli verða vakin á fyrirhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands og mikilvægi þess að vernda hálendið.

Meðal listamanna sem fram koma eru AmabadAma og Andri Snær. Frítt inn og allir velkomnir!

Hálendishátíðin verður haldin í stóra sal Háskólabíós 16.apríl kl 20:00.

Sjá viðburðinn á Facebook.

04/15/2015
Meira

Málþing um Hekluskóga

Hekla. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hekluskógar bjóða til málþings í Frægarði í Gunnarsholti 16. apríl kl. 11 til 16. Hekluskógar hafa starfað að endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu frá árinu árið 2007 og hefur mikið áunnist í uppgræðslu og ræktun birkilunda frá því að verkefnið hófst. Á málþinginu verður farið yfir stöðu verkefnisins, þann árangur sem náðst hefur og framtíðarhorfur verkefnisins á hinu víðfeðma starfsvæði Hekluskóga. Einnig verður fjallað um rannsóknaverkefni sem unnin hafa verið á starfsvæði verkefnisins og helstu niðurstöður þeirra. Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu. Skráning á ráðstefnuna fer fram í tölvupósti til Eddu Linn Rise á netfangið eddalinn ...

04/13/2015
Meira

Hveragerði fyrstir með Endurvinnslukortið á Suðurlandi

Ljósmynd: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Náttúran.is handsala samninginn um Endurvinnslukortið undir vökulum augum Ara Eggertssonar umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar. Ljósm. Einar Bergmundur.Hveragerðisbær hefur gengið frá samkomulagi við Náttúran.is um Endurvinnslukortið og er fjórða sveitarfélagið sem gengur inn í samstarfið og það fyrsta á Suðurlandi. Endurvinnslukort Hveragerðis er nú aðgengilegt frá kubbi á forsíðu hveragerdi.is.

Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau sveitarfélög sem ganga til samstarfs um frekari þróun fá fjölda nýrra þjónustuliða. Öllum sveitarfélögum landsins býðst að gerast samstarfsaðilar að verkefninu og veita íbúum sínum þannig aukna þjónustu með eigin Endurvinnslukorti á heimasíðu sveitarfélagsins.

Takmarkið er að öll sveitarfélög á landinu sjái sér hag í því ...

04/10/2015
Meira

Óskað eftir tilnefningum til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Hver á heiður skilinn fyrir að hafa stuðlað að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum? Nú geta allir lagt fram tilnefningar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Reykjavík.

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í 21. sinn á verðlaunahátíð í Hörpu þann 27. október.

Þema verðlaunanna í ár er losun gróðurhúsalofttegunda. Að sögn dómnefndarinnar verða verðlaunin veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem þróað hefur undraverða vöru eða uppfinningu eða með öðrum skapandi hætti stuðlað að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum til frambúðar.

Hér er hægt að leggja fram tilnefningu.

Tilnefningarfrestur er til 13 ...

04/08/2015
Meira

Kjöt og fiskur gefur mat sem annars væri hent

Inngangur Kjöts og fisks. Ljósm. af facebooksíðu verslunarinnar.Í kvöldfréttum ríkissjónvarpsin þ. 7. apríl var fjallað um matarsóun í verslunum og þá nýlundu verslunarinnar Kjöts of fisks við Bergstaðastræti að gefa mat sem annars væri hent. Vörur sem komnar eru á síðasta söludag og aðeins þreyttar ferskvörur liggja frammi í körfu og geta viðskiptavinir tekið þær með sér án þess að greiða fyrir þær.

Verslunarstjóri Kjöts og fisks sagðist hafa fengið nóg af því að henda mat sem væri vel ætilegur en væri kominn á tíma af ýmsum orsökum og óar við magninu sem stærri verslanir hljóti að henda dags daglega. Honum segist líða mun betur í sálinni ...

04/07/2015
Meira

Messages: