Ísland tilkynnir landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030

Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030 í aðdraganda Parísarfundarins, þar sem ganga á frá heimssamkomulagi um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland mun leitast við að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Markmiðið er framhald af því fyrirkomulagi sem nú er við lýði á 2. skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, þar sem Ísland er hluti af sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópuríkja á tímabilinu 2013-2020.

Parísarfundurinn 2015 og landsmarkmið í loftslagsmálum

Í París verður haldið 21. aðildarríkjaþing Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í desember nk. Þar er vonast til að gengið verði frá hnattrænu samkomulagi í loftslagsmálum eftir 2020, þegar gildistími Kýótó-bókunarinnar rennur út. Ljóst er að ekki er vilji til að byggja á Kýótó-bókuninni og aðferðafræði hennar eftir 2020, en bókunin nær nú einungis til tæplega 15% af heimslosun á gróðurhúsalofttegundum. Í staðinn á að koma samkomulag þar sem öll ríki og sérstaklega stærstu losendur taka á sig skuldbindingar um takmörkun losunar, en ekki bara ákveðinn hópur þróaðra ríkja eins og í Kýótó. Hins vegar er ljóst að meiri krafa verður gerð til þróaðra ríkja en þróunarríkja.

Í Kýótó var samið um hlut einstakra ríkja, en Parísarsamkomulagið á að byggja á markmiðum ríkja sem þau setja sér sjálf. Þau markmið eiga að vera metnaðarfull og sanngjörn og eiga ríki að rökstyðja að svo sé. Til stendur að Parísarsamkomulagið, sem á að ná yfir langstærstan hluta heimslosunar, verði síðan alþjóðlegur reglurammi utan um markmið ríkja, tryggi að þau séu gegnsæ og sambærileg og veiti ríkjum aðhald svo markmið verði  metnaðarfyllri með tímanum. Ekki er hægt að ganga að því vísu að samkomulag takist á Parísarfundinum. Eins og kunnugt er var reynt að ná nýju hnattrænu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi í Kaupmannahöfn 2009, sem tókst ekki þá. Meiri bjartsýni ríkir um árangur í París, en m.a. hafa Bandaríkin og Kína, tveir stærstu losendur heims, tilkynnt um framtíðarmarkmið, en þessi ríki voru utan Kýótó-bókunarinnar.

Markmið Íslands

Ísland er nú aðili að sameiginlegu markmiði með 28 ríkjum ESB á 2. skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar 2013-2020. Nánar er kveðið á um skuldbindingar Íslands innan hins sameiginlega markmiðs í tvíhliða samningi Íslands við ESB, sem skrifað var undir í apríl sl. Um 40% losunar er í sameiginlegu viðskiptakerfi Evrópulanda (ETS), þar sem fyrirtæki fá úthlutað heimildum og geta uppfyllt kröfur með minnkun losunar eða verslun með heimildir. Hinn hluti losunarinnar er á ábyrgð ríkja og þarf Ísland að draga úr nettólosun um rúmlega 20% til 2020 miðað við 2005.

Íslensk stjórnvöld stefna að því að svipað kerfi verði við lýði eftir 2020, samkvæmt markmiðinu sem nú hefur verið tilkynnt. Ísland er þegar aðili að evrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS),  skv.EES-samningnum. Norðmenn hafa einnig tilkynnt í sínu landsmarkmiði fyrir Parísarfundinn að þeir hyggist leita eftir þátttöku í sameiginlegu markmiði, en norsk fyrirtæki taka einnig þátt í evrópska viðskiptakerfinu með losunarheimildir. Samkvæmt því fá fyrirtæki úthlutað heimildum sem ganga kaupum og sölum á sam-evrópskum markaði og er erfitt að eyrnamerkja heimildir einstökum ríkjum. Því telja Ísland og Noregur fýsilegt að samræma skuldbindingar sínar á heimsvísu við loftslagsreglur á evrópska efnahagssvæðinu. Þá er með þessu tryggt að íslenskt atvinnulíf búi við sambærilegar reglur og gilda á Evrópska efnahagssvæðinu.

Ríki ESB þurfa að draga úr losun allt að 40% til 2030 miðað við 2005 og mun innbyrðis skipting liggja fyrir síðar. Ísland og Noregur þyrftu að semja um sinn hlut. Ef áætlanir Íslands og Noregs ganga eftir munu losunarmarkmið ríkjanna eftir 2020 verða tvískipt; annars vegar munu fyrirtæki þurfa að uppfylla skyldur innan viðskiptakerfisins, en hins vegar þurfa ríkin tvö að taka á sig skuldbindingar varðandi losun utan viðskiptakerfisins.  Íslensk fyrirtæki sem nú falla innan evrópska viðskiptakerfisins munu áfram verða þar, en einnig þurfa ný fyrirtæki á sviði stóriðju og annarar starfsemi sem fellur undir kerfið að afla sér heimilda þar ef þau hyggja hasla sér völl hér á landi. Í heild verður gerð krafa um að losun minnki um 43% innan ETS til 2030 miðað við 2005.

Bæði Ísland og Noregur taka fram í yfirlýsingum sínum að tilkynnt markmið sé með þeim fyrirvara að um semjist. Ef ekki semst mun markmið Íslands verða endurskoðað og ný tilkynning send til skrifstofu Loftslagssamningsins.

07/01/2015
Meira

Rauðrófur

Rauðrófur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Það er ekki auðvelt að rækta rauðrófur úti þótt sumum takist það. En það má líka reyna inni. Þessar fáu er ágætt að borða hráar í sneiðum. Þær eru lostæti. Það er líka hægt að pressa úr þeim safann ef maður á nóg eða súrsa. Þær geymast best af öllum rótarávöxtum. Það er sagt að rauði liturinn stafi af járni og það sé gott, einkum fyrir konur og börn. Þegar rauðrófur eru soðnar skal sjóða þær heilar, með halanum á, til að missa ekki kraft og lit út í vatnið. Nú er tími græna salatsins að fjara út og þá ...

06/30/2015
Meira

Söfnun og meðferð maríustakks

Þurrkaður maríustakkur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Maríustakkur [Alchemilla vulgaris]

Lýsing: Blöðin handstrengjótt og sepótt, blómin græn eða gulgræn á grönnum blómleggjum. Hæð 15-40 cm. Algengt um allt land.

Árstími: Júní-júlí.

Tínsla: Skerist 5-10 cm frá rót.

Meðferð: Þurrkun.

06/28/2015
Meira

Ný reglugerð um plöntuverndarvörur

Jarðarber Ljósm. Guðrún TryggvadóttirReglugerð um plöntuverndarvörur hefur tekið gildi. Markmið hennar er að gera notkun slíkra vara eins örugga og hægt er fyrir heilbrigði manna og dýra og fyrir umhverfið. Sömuleiðis er markmiðið að bæta starfsemi innri markaðarins með því að samræma reglur um setningu plöntuverndarvara á markað. Um leið eru skilyrði við ræktun í landbúnaði og garðyrkju bætt.

Til plöntuverndarvara teljast efni sem notuð eru í landbúnaði og garðyrkju svo sem plöntulyf (skordýraeyðar/sveppaeyðar), illgresiseyðar og stýriefni. Plöntuverndarvörur eru notaðar við ræktun á korni, matjurtum, ávöxtum, skrautplöntum og öðrum nytjaplöntum til þess að koma í veg fyrir eða draga úr skaða af ...

06/25/2015
Meira

Náttúrubarnaskóli á Ströndum

Dagrún Ósk Jónsdóttir, yfirnáttúrubarn.Náttúran er ævintýraheimur. Þar gerast alls konar ævintýri og þar er margt skemmtilegt að sjá og upplifa. Náttúrubarnaskólinn er nýtt verkefni á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þar sem börn og fullorðnir læra um náttúruna á fjölbreyttum námskeiðum, með því að sjá, snerta, upplifa og framkvæma.

Námskeiðin samanstanda af skemmtilegri fræðslu um það sem er að finna í nágrenninu. Þar er talað um fjöruna og leyndardóma hennar, rekadrumba og þöngulhausa, einnig fugla, seli og plöntur. Eins er sagt frá þjóðsagnapersónum og sögunni sem tengist svæðinu. Veðrið verður líka skoðað, skráð og skeggrætt um það með hjálp frá lítilli heimatilbúinni veðurstöð ...

06/24/2015
Meira

Fíflablöð í salat

Fíflablöð eru mest notuð hrá í salat en sé hörgull á öðru grænu eru þau soðin í súpum og höfð í pottrétti. Blöðin má leggja í vatn í nokkrar mínútur áður en þau eru sett í pott, það dregur úr remmu. Blaðstöngullinn er beiskari en laufið sjálft og það grófasta af honum má rífa burt, hafi maður tíma til þess. Best er að leggja blaðið saman svo stöngullinn snúi upp eins og kjölur á skipi og byrja við miðjuna og strjúka blaðið frá stönglinum til beggja enda, þá vinnst verkið tiltölulega hratt.

Fíflablöð verða ekki leiðigjörn. Þau eru góð matjurt ...

06/24/2015
Meira

Kúmen, piparrót og rabarbari

Kúmen má nýta með því að særa fyrstu og efstu laufin af plöntunum í salat, en það er þó síst þess sem hér er talið hvað bragð snertir. Nýju blöðin má hafa í súpu með brenninetlu og ræturnar má grafa upp og hafa í brauð og súpur. Kúmen er ekki fjölær jurt en sáir sér auðveldlega. Því kann að vera betra að tína það á víðavangi heldur en færa það í garðinn.

Piparrót eða horseradish vex vel hér á landi ef svolítið er hugsað um hana. Björn í Sauðlauksdal segir: „Piparrót vex hjá hverjum manni er vill; og þar sem ...

06/24/2015
Meira

Endurvinnslukortið á Blóm í bæ

Í Lystigarðinum á Blóm í bæ 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Helgina 26. - 28. júní 2015 verður Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ haldin í sjötta sinn. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.

Sýningarsvæðið er í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi viðburða verður á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar framleiðslu.

Náttúran.is tekur þátt í hátíðinni og verður í Lystigarðinum laugardaginn og sunnudaginn 27.  og 28. júní frá 12:00 - 18:00 að kynna Endurvinnslukortið fyrir allt landið, Endurvinnsluappið og Endurvinnslukort Hveragerðis

 

06/23/2015
Meira

Bernhöfs Bazaar – plöntu- og plöntuskiptimarkaður

Bazar við Berhöfstorfuna. Ljósm. Bazaar.Annar sumarmarkaður Bernhöfts Bazaar er tileinkaður plöntum og óskar nú eftir umsóknum frá áhugasömu garðyrkjufólki ver'ir jaldinn laugardaginn 27 júní, kl. 13:00-18:00.

Áhugafólk og fyrirtæki um garðyrkju kemur saman undir berum himni þegar flaggað verður til Bazaars og selur plöntur, blóm, jurtir, krydd, ávexti, garðyrkjuverkfæri og fleira skemmtilegt.

Sérstakur skiptibazaar verður á staðnum þar sem fólk getur komið með afleggjara og plöntur og fengið nýja í staðinn. Blómafóstran veitir allskyns ráðgjöf um plöntur, blóm og garðinn, ljúfir tónar og blómsveigagerð.

Sjá vefsvæði Bazaarsins.

06/23/2015
Meira

Skortur á lesskilningi eða samfélagsvitund

Gámar á vegum Grímsnes og Grafningshrepps í landi Alviðru.Hér er mynd sem sýnir afleiðingar fávisku, annahvort skortir viðkomandi lestrarkunnáttu sér (og öðrum) til gagns eða skilning á því hvernig samfélag virkar. Gerum þó ráð fyrir að lestrarkunnáttan sé að einhverju leiti til staðar. Þá ætti að vera ljóst að hér eru gámar sem ætlaðir eru undir almennt heimilissorp. Og meira að segja tiltekið að grófur úrgangur og annað skuli skilast á móttökustöð sorps á opnunartíma. 

Vissulega getur verið erfitt að henda reiður á staðsetning sorpstöðva og opnunartíma en til að bæta úr því hefur Náttúran.is haft frumkvæði og að mestu leiti á eigin kostnað kortlagt slíka þjónustu ...

06/22/2015
Meira

Leyndardómar hóffífilsins

Hóffífill [Tussilago farfara] er nú að komast í blóma en á vefnum liberherbarum.com er heilmikið efni að finna um jurtina og hvar frekari fróðleik er að finna.

Á floraislands.is segir Hörður Kristinsson svo um jurtina:

Hóffífill [Tussilago farfara] er slæðingur sem hefur breiðst mjög út á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Hann mun einnig vera kominn til nokkurra annarra bæja á Suðvesturlandi og Norðurlandi. Á sumrin er hann mest áberandi fyrir hin stóru, stilkuðu blöð sem minna lítið eitt á rabbarbara. Þá eru blómin ekki sýnileg, þau koma fram snemma á vorin og falla fljótt.

Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir segir m ...

06/22/2015
Meira

Njóli

Sú tilgáta hefur verið sett fram, að njólinn hafi verið fluttur inn sem matjurt frá Noregi snemma á öldum, en þó kann hann að hafa fundið sér leið hingað sjálfur. Hann heldur sig þó helst kringum mannabústaði og síður á víðavangi og vildu víst ýmsir sem berjast við hann, að hann hefði aldrei komið.

Mörgum brá í brún þegar Ingólfur Guðnason garðyrkjumaður setti njóla í urtagarðinn í Skálholti þar sem hann safnaði þeim jurtum, sem hann telur að hafi verið nýttar eða ræktaðar á staðnum áður fyrr. Menn skildu varla að nokkur maður flytti viljandi til sín njóla og það ...

06/22/2015
Meira

Fundur um framtíð úrgangsmála í Reykjavík

Framtíð úrgangsmála í Reykjavík verður í brennidepli á kynningarfundi um aðgerðaáætlun í málaflokknum 23. júní á Kjarvalsstöðum kl. 20, þar sem leitað verður eftir áliti borgarbúa.

Reykjavíkurborg óskar eftir umsögnum um drög að aðgerðaáætlun í úrgangsmálum í Reykjavík og leitar eftir áliti borgarbúa, fyrirtækja og annarra áhugasamra. Áætlunin mun gilda fyrir árin 2015 – 2020 og er markmið hennar að draga úr myndun úrgangs og auka endurnýtingu og endurvinnslu. Sérstök áhersla er lögð á val íbúa á þjónustustigi í tillögunum.

Reykjavíkurborg heldur af þessu tilefni opinn fund á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 23. júní kl. 20. Kynntar verða 42 aðgerðir, tíu leiðarljós og ...

06/22/2015
Meira

Hófsóley, lækjarprýði og lækningajurt

Hófsóleyjar í Alviðru þ. 21. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hófsóleyjar í Alviðru þ. 21. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hófsóley [Caltha palustris] eða lækjarsóley er algeng á láglendi um allt land, lítið á hálendinu, nær þó stundum upp í 300-400 m inni á heiðum. Hæst fundin við jarðhita í 600 m hæð á Hveravöllum og í Landmannalaugum, í köldum jarðvegi hæst í 540 m hæð við Hágöngur í Vopnafirði.  Hún vex í mýrum, vatnsfarvegum og keldum og meðfram lygnum lækjum á flatlendi.  Hún er auðþekkt á hinum stóru, hóflaga blöðkum og gulum blómum.  Engin bikarblöð eru á blómunum. Nokkrar frævur sem verða að belghýðum, hvert um sig með nokkrum fræjum.*

Í Íslenskum lækningajurtum Arnbjargar Lindu Jóhannsdóttur segir m.a ...

06/21/2015
Meira

Fjalldalafífill, yndisfögur lækningajurt

Ljósmynd: Fjalldalafífill í Grímsnesi, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Fjalldalafífill [Geum rivale] er hávaxinn og drúpir höfði eins og sorgmædd rauðlituð sóley. Hann er algengur nánast um allt land en vex best í rökum jarðvegi, í grösugum móum og hvömmum.

Í íslenskum lækningajurtum Arnbjargar Lindu Jóhannsdóttur segir m.a. um fjalldalafífilinn; „Jarðrenglurnar eru bæði bragðgóðar og áhrifaríkar gegn niðurgangi. Fjalldalafífillinn allur er góður við lystarleysi og lélegri meltingu. Fjalldalafífill er mjög styrkjandi fyrir fólk sem legið hefur lengi í veikindum og te af jurtinni er talið fyrirbyggjandi við farveiki. Te af jurtinni í blóma er einnig talið gott við þrálátu lungnakvefi og stíflum í ennisholum.

Urtaveig: 1:5, 25 ...

06/21/2015
Meira

Lífrænar varnir

Lífrænar varnir hafa aukist í garðrækt á síðustu árum. Þær felast í því að nota lífveru á móti lífveru. Í þessu skyni hafa verið fundin skordýr og gerlar sem ráðast á meindýrin en láta annað í friði. Þetta er rökrétt og sennilega skárra en eitrun og lyfjagjöf. Ástæða þess að varlega skyldi fara í notkun eiturs er sú að það verða alltaf einhverjir einstaklingar sem komast af og hafa þá byggt upp ónæmi. Og það eru þessir einstaklingar sem koma genum sínum áfram til komandi kynslóða.

En önnur ástæða finnst og er hún öllu óhugnanlegri. Ég býst við að flestir ...

06/20/2015
Meira

Njólann nú auðveldast að uppræta

Njóli. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á sumarsólstöðum mun auðveldast að ná njóla upp með rótum, en hann á að vera næsta laus frá moldu einmitt nú. Þetta ráð kemur frá mætum manni, Bjarna Guðmundssyni, fv. prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og mun því ekki rengt hér heldur fólk hvatt til að láta reyna á rótleysi njólans á sumarsólstöðum, skildi hann eiga sér bústað þar sem nærveru hans er ekki óskað.

Fjöldi sagna er til um mátt og kyngikraft jurta á Jónsmessu/sumarsólstöðum sem vel er lýst af Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi. Sjá grein.

Ljósmynd: Njóli [Rumex longifolius] um miðjan júni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

06/20/2015
Meira

Sjötta tortímingin á fleygiferð

Útrýming tegunda er tvöföld á við það sem áðu var talið og vísindamenn sem standa að greininni: Accelerated modern human–induced species losses: Entering the sixth mass extinction segja að sjötta tortímingin standi yfir og sé á fullri ferð.

Þetta eru ekki góðar fréttir en hafa svosem verið að berast í smáskömmtum s.s. varðandi evrpóska fugla nýverið. Sjávardýr sem lifa ekki af súrnun sjávar. Heilu antilópustofnarnir í austur Evrópu. Og margt sem enn er óuppgötvað. 

Það virðist vera regla að allar nýjar vísindagreinar segi að sú ógnvænlega þróun sem nú á sér stað sé tvöfalt verri en áður var ...

06/19/2015
Meira

Tröllin spila keilu

Ferlill hrunsins niður fjallshlíðinaIngólfsfjall austanvert er einna þekktast fyrir stórgrýtisurð sunnarlega á Biskupstungnabrautinni hvar inn á milli bjarganna stendur lítill sumarbústaður sem kaldhæðnir leiðsögumenn segja trúgjörnum ferðamönnum að maður einn hafi gefið tengdamóður sinni. Betri heimildir herma reyndar að vissulega sé eigandi hússins tengdamóðir en hafi sjálf fest kaup á húsinu. 

Þótt björgin sem umkringja bústaðinn séu flest búin að liggja þarna um nokkurt skeið og safni mosa og skófum þá má sjá nokkur nýrri. Sum þeirra eiga ferðalag sitt og áfangastað jarðskjálftum 2000 og 2008 að þakka. Þá féllu allnokkur björg og stórgrýti og smærra grjót úr fjallinu bæði að austan og ...

06/19/2015
Meira

Messages: