Niðursuðudósir raska hormónajafnvægi

Niðursuðudósir.160 efni eru nú á lista Efnastofnunar Evrópu yfir sérlega hættuleg efni. Markmiðið er að finna og skrá þau öll fyrir árið 2020. Efnin eiga það sameiginlegt að valda sjúkdómum eða safnast upp í lífverum. Sum leiða til alvarlegra truflana á hormónastarfsemi. Fjrósemi karla getur þannig minnkað.

Þeir fá kvenlegra yfirbragð, minna typpi og stærri brjóst. Efnalöggjöf Evrópusambandsins REACH tók gildi árið 2007, hérlendis 2008, og miðar að því að skrásetja, meta og veita leyfi fyrir notkun kemískra efna í Evrópu. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi löggjöfina og áhrif hennar við Geert Dancet, framkvæmdastjóra stofnunarinnar sem nýlega heimsótti Ísland.  

Ekki öll skaðleg efni skráð

Skráning hefur verið í fyrirrúmi hjá stofnuninni síðastliðin ár og gagnagrunnurinn telur nú 12636 efni. Árlega bætast 15-20 efni á listann yfir sérlega hættuleg efni. Löggjöfin er flókin og skriffinskan í kringum hvert efni mikil. Efnastofnun vinnur eftir nákvæmum tímaáætlunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem annast leyfisveitingar er þó ekki tímabundin í ákvörðunum sínum. Leyfisveitingar og bönn geta því verið tímafrekt ferli. 

Innflytjendur skrá og rannsaka
Ólíkt fyrri löggjöf eru það nú framleiðendur og innflytjendur sem eru ábyrgir fyrir skráningu efnanna, ekki ríkisstjórnir. En býður það ekki hættunni heim ef fyrirtæki eiga sjálf að segja til um skaðsemi vörunnar sem þau selja? Hafa þau einhvern hag af því að ráðast í kostnaðarsamar rannsóknir? Dancet telur að svo sé. Fyrirtækin vinni saman að því að kanna skaðsemi efna en jafnframt myndist ákveðin samkeppni milli þeirra, þau keppist við að veita sem bestar upplýsingar og lita sem best út í augum neytenda. Löggjöfin hefur að mati Dancets leitt til nýsköpunar. Margir framleiðendur eru þannig hættir að senda efni í leyfisveitingarferli, skipta frekar skaðlegum eiturefnum út fyrir hættuminni staðgengla.Þá hafi fyrirtækin mun meiri þekkingu á eigin vörum, áður keyptu þau innihaldsefni að utan án þess að hafa hugmynd um hvað væri í þeim. 

Bisphenol A í eldlínunni

Gott dæmi um efni sem hefur verið í eldlínunni síðastliðin ár en ekki enn verið bannað er BPA eða Bisphenol A sem talið er hafa skaðleg áhrif á hormónastarfsemi líkamans. Það er notað í margar plastafurðir og til að þekja innra byrði niðursuðudósa. 

Ristruflanir algengar

Rannsókn á starfsmönnum BPA verksmiðju í Kína leiddi í ljós að starfsmenn voru fjórum sinnum líklegri en aðrir til að eiga við risvandamál að stríða. Önnur rannsókn leiddi í ljós að BPA hefði áhrif á myndun eggja í eggjastokkum kvenmúsa og yki þar með líkur á fæðingargöllum í afkvæmum þeirra. BPA er talið haga sér á svipaðan hátt og kvenhormónið estrógen, börn sem komast í kynni við efnið snemma á lífsleiðinni gætu að mati rannsakendanna orðið of næm fyrir estrógeni og það leitt til fjósemisvanda, flýtt gelgjuskeiði og aukið líkur á ýmsum krabbameinum. Efnið var árið 2011 bannað í plastpelum og í maí á þessu ári var efnið flutt úr hættuflokki 2 yfir í hættuflokk 1B í flokkunarkerfi Efnastofnunar Evrópu. Það er þó ekki víst að það verði bannað fyrir fullt og allt.

Réttur neytenda
Efnastofnun heldur úti vefsíðu þar sem neytendur geta flett upp efnum og komist að því hvort þau séu hættuleg heilsu þeirra. Dancet bendir á að fyrirtæki þurfi ekki að tilgreina á umbúðum hvort sérlega hættuleg efni séu í vörunni. Það sé þó réttur neytenda að spyrja hvort vara innihaldi sérstaklega skaðleg efni. Fyrirtæki verði þá að veita skýr svör innan 45 daga.

Hlusta á viðtal við Geert Dancet, framkvæmdastjóri Efnastofnunar Evrópu (ECHA).

08/27/2014
Meira

Hentugur matsveppur - Flosssveppur

Flosssveppur (Xerocomus subtomentosus)

Flosssveppur (Xerocomus subtomentosus)

Bragðgóður matsveppur sem er frekar laus í sér. Ekki algengur sveppur en vex í sumum skógum og lyngmóum, oftast einn og stakur.

Ljósmynd: Flosssveppur (Xerocomus subtomentosus) Wikipedia Commons.

08/27/2014
Meira

Þalöt hægja á framleiðslu testósterons

Þalöt  virðast hafa neikvæð áhrif á framleiðslu testósterons hjá fólki sem notar mikið af hreinlætisvörum og plastvörum, en slíkar vörur geta innihaldið nokkurt magn þalata og annarra efna sem trufla starfsemi innkirtla.

Í nýrri rannsókn sem sagt er frá í tímaritinu Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism var magn testósterons í blóði 2.200 einstaklinga í Bandaríkjunum mælt og samtímis leitað að 13 niðurbrotsefnum þalata í þvagi sömu einstaklinga. Niðurstöðurnar sýndu marktækt samband lágs testósteronsgildis og magns þalata í þvagi. Síðustu 50 ár hefur dregið mjög úr testósteronframleiðslu karlmanna og telja vísindamenn þessa þróun geta haft veruleg neikvæð áhrif á lýðheilsu ...

08/27/2014
Meira

Ekkert rusl vikan - Zero Waste Week

Rusl í Álfsnesi.Ekkert rusl vikan (Zero Waste Week) er árlegur viðburður á heimsvísu en í ár er hún haldin dagana 1.-7. september.

Í Ekkert rusl vikunni er markmiðið að henda „engu“ heldur spara, endurnýta og síðast en ekki síst verða meðvitaður um það gríðarlega magn sem við hendum í hverri viku.

Á vefnum zerofoodwaste.co.uk eru ýmsar tillögur um hvað við getum gert til að minnka sóun og hætta að henda verðmætum.

Tillögur að markmiðum:

  • Hætta að nota plastburðarpoka
  • Útbúa nesti með engu rusli
  • Flokka fernurnar mínar
  • Gefa föt til góðgerðarmála
  • Kaupa umbúðalaust!
  • Los mig við dót til endurnýtingar án ...
08/27/2014
Meira

Saman gegn matarsóun - hátíð í Hörpu

Merki Matarsóunarverkefnisins.Saman gegn matarsóun (United Against Food Waste Nordic) er norræn samvinna sem vinnur að því að minnka sóun á mat á öllum stigum framleiðslunnar og neyslu.

Þó einkennilega kunni að hljóma að talað sé um matarsóunarhátíð, þá er það einmitt það sem Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd og Vakandi ætla að standa fyrir í Hörpu 6. september frá kl.13:00-18:00.

Markmiðið með þessum góðgerðarviðburði er að ná saman öllum í ,,fæðukeðjunni" til þess að finna leiðir til að koma í veg fyrir matarsóun. Frá framleiðanda-neytanda verður gífurleg matarsóun og nú skal, í samtali við alla hlutaðeigandi, fundin lausn á þessu ...

08/27/2014
Meira

Ráðstefna um gæði og nýtingu orku

Krafla.Dagana 27.-28. ágúst stendur Orkustofnun fyrir ráðstefnunni Nordic Showroom on Energy Quality Management, um gæði og nýtingu orku.

Á ráðstefnunni sem haldin verður í Hörpu mun iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytja ávarp og þar varður m.a. fjallað um bylgingarkenndar hitaveitur í Stokkhólmi, fjölnýting orkunnar í finnskum tölvuverum og varmadæluvæðingu á Íslandi.

Fyrirlestrarnir eru á ensku.

Skráning á os@os.is

Sjá dagskrá ráðstefnunnar hér.

Ljósmynd: Krafl, ljósm. Árni Tryggvason.

08/26/2014
Meira

Fræsöfnun - Sólblómafræ

Sólblóm með þroskuðum fræjum.í Birkihlíð í Reykholti hafa sólblómin heldur betur vaxið og dafnað, meira að segja náð svo langt að þroska fræ. Ég fékk eitt blóm með mér heim úr heimsókn þangað um daginn og hér má líta afraksturinn úr einu sólblómi.

Nú geymi ég þessi fræ á þurrum, köldum stað fram á vor og vek þau svo til lífsins á réttum tíma með aðstoð Sáðalmanaksins næsta vor.

Gef auðvitað með mér af þeim en ein mesta gleðin við ræktun er einmitt að deila afrakstrinum, bæði fræjum og uppskeru með öðrum. Sólblómafræin kroppuð úr blóminu.

Sólblómafræin eru umlukin svartri skurn en búið er að pússa hana ...

08/26/2014
Meira

Sólblómarækt á Íslandi

Sólblóm í BirkihlíðSólblóm í Birkihlíð.Sólblóm í Birkihlíð.Sólblómið (Helianthus) á uppruna sinn að rekja til norður Ameríku.

Sólblóm geta orðið stór hér á landi við góðar aðstæður og gríðarstór í gróðurhúsum.

Þau vaxa líka vel úti sé sáð fyrir þeim nógu snemma og þeim komið til innandyra fram í júní og fái síðan að vaxa á skjólgóðum stað. En það fer að sjálfsögðu eftir sumarveðrinu hvernig til tekst. Auðvitað. Sólblómaræktin mín gekk ekki mjög vel í ár en hefur oft gengið mjög vel. Hef fengið sólblóm jafnstór mér sjálfri. Þau þroskuðu þó aldrei fræ.

En ekkert af þeim mörgu sólblómum sem ég þó sáði snemma til í ...

08/26/2014
Meira

Íslenski bærinn opnar

Verið velkomin að vera við opnun fyrstu sýningarinnar, Íslenski bærinn - Fegurð og útsjónarsemi í húsakynnum Íslenska bæjarins að Austur Meðalholtum, Flóahreppi. Þessi sýning markar upphaf formlegrar starfsemi stofnunar sem verið hefur í uppbyggingu mörg undanfarin ár.

Menningarsetrið Íslenski bærinn er húsaþorp, sýningarstaður, samkomustaður og leikvöllur sem hverfist um íslenska torfbæinn og græna byggingalist. Þar munu gestir upplifa einstakan staðaranda, jafnframt því að skoða sýningar sem útskýra samhengi, þróun og tilbrigði íslenskra torfbæja með það að leiðarljósi að túlka aldagamlan og einstakan arf inn í samtímann með samþættingu, fræðimennsku, listrænni nálgun og varðveislu verkmenningar.

Opið hús verður milli kl. 14:00 ...

08/26/2014
Meira

Að matreiða okrur

Okrurkarrý, Bindha kayaOkran (e. Lady fingers) eru herramannsmatur. Hún er upprunnin í Afríku og Indlandi og er algengt grænmeti í Suð-Austur Asíu.

Það er auðvelt að matreiða okrur. Hægt er að borða fræhulstrið hrátt en það er þó algengara að matreiða það steikt eða grillað.

Okrur er trefjarík og rík af A- og C-vítamínum og fólensýrum. Hún inniheldur einnig B-vítamín, K-vítamín, kalsíum, kalíum, járn, sink og magnesíum. Okran er rík af andoxunarefnum og er því tilvalin viðbót við mataræði.

Fræhulstrin eru stökk að utan en mjúk að innan auk þess að vera falleg ásýndum er hún afbragðsgott matreiðslugrænmeti. Hún fer vel með ...

08/25/2014
Meira

Fræsöfnun - Okra

Okra, heilOkra*(Abelmoschus esculentus) gefur af sér fræhulstur sem er ávöxtur plöntunnar.

Nú langar mig að safna fræjum úr fræhulstrunum til að planta í gróðurhúsi næsta vor. Ég hef eldrei gert þetta áður og var bara að kynnast þessari frábæru jurt (sjá grein).

Öll góð ráð um fræsöfnun eru vel þegin!

Okra, skorinÉg byrjaði á að leita mér upplýsinga á Wikipedíu en þar er góð umfjöllun en þar segir (þýtt); „Fræin eru lögð í vatn yfir nótt áður en þeim er plantað á 1-2 sm dýpi. Það tekur fræið um sex daga að vakna en þau þurfa mikið vatn í uppvextinu“. (lesa ...

08/25/2014
Meira

Okrurækt á Íslandi

Okrurækt í BirkihlíðOkra* (Abelmoschus esculentus) er blómstrandi planta og skyld bómull, kakó og hibiskus plöntunum. Hún er mikils metin vegna ávaxarins, græna fræhulstursins sem er mjög næringarríkt en það er bæði trefja-, fólínsýru og C vítamínríkt. Okruhulstrin eru einnig full af andoxunarefnum. Olía er unnin úr fræjum Okrunnar.

Fullþroska Okruhulstur OkrublómOkra er upprunninn í vestur Afríku, Eþjópíu og Indlandi en er ræktuð víða í heitum löndum í dag og allavega í einu gróðurhúsi á Íslandi en það er hjá Degi Brynjólfssyni í Birkihlíð í Reykholti í Biskupstungum. Dagur hefur verið að rækta Okru í gróðurhúsi sínu í fiskasameldi með góðum árangri.

Okra er ein- ...

08/25/2014
Meira

Vistfræðilegar stoðir fyrir almenningsrými – Reykjavík

Agronautas - Nýjir lífshættir í þéttbýli
Opnar Vinnustofur sem stuðla að Sjálbærni.
Skipulagt af Pezestudio.

Jarðræktarar í samstarfi við Reykjavíkurborg og Grasagarð Reykjavíkur opna vinnusmiðju, þar sem litið er til vistfræðilegra grunnstoða og hvernig nýta megi þær sem uppsprettu eða tæki fyrir sjálfbærni í orku, tækni og matvælaframleiðslu.
Miklar breytingar eru að verða á náttúrulegu umhverfi í þéttbýli og huga þarf að afleiðingum þeirra. Borgir framtíðarinnar þurfa að leggja mat á áhrif sín á umhverfið. Til þess þarf, til dæmis, að endurskipuleggja hvernig rými er nýtt ásamt því að innleiða og samþætta nýjar leiðir til að draga úr auðlindanotkun.
Við teljum ...

08/25/2014
Meira

Bláber og bláberjasulta

BláberBláber eru best eins og þau koma af jörðinni ný tínd, út á skyr með rjóma. En eitt haustið var svo mikið af þeim og engin leið að torga öllu saman og frostið kom ekki og áfram voru meiri ber, svo eitthvað varð að gera. Ég hringdi í Huldu svilkonu, því ég mundi að hún hafði gefið mér fína bláberjasultuuppskrift fyrir nokkrum árum, en hún var svolítið hvöss og spurði hvort ég hefði ekki skrifað hana niður úr því hún tókst svona vel síðast, það ætti maður að gera. Þó sá hún aumur á mér og lét mig aftur hafa ...

08/25/2014
Meira

Sólber

Nýtínd sólberSólber eru svolítið sérstök.
Annaðhvort vilja menn þau ekki eða skynja bragðið næstum sem nautn. Nýtt kvæmi af sólberjarunnum, sem hefur borist til landsins, gefur mikið af sér og vex auðveldlega. Sólberjasafi er best þekktur af afurðum sólberja. Blöðin eru notuð þegar piklað er og til að auka brjóstamjólk. Ef ég næ ekki að borða öll sólberin hrá frysti ég þau upp á gamla mátann með því að velta þeim upp úr svolitlum hrásykri eða sulta þau heil.

Sólber sultuð heil:
Upprunalega uppskriftin hljóðar upp á kg af sólberjum móti kg af sykri og 1/4 bolla af vatni ...

08/24/2014
Meira

Eitraður sveppur - Berserkjasveppur

Berserkjasveppur (Almanita muscaria)

Berserkjasveppur (Almanita muscaria)

Berserkjasveppur er sveppur af ættkvísl reifasveppa. Hann hefur mjög einkennandi útlit með rauðan hatt sem hefur hvítar doppur og hvítan beinan stilk. Berserkjasveppur verður stór; hatturinn nær allt að 30 sm í þvermál. Hvítu flekkirnir á hattinum eru leifar af hvítri himnu sem þekur allan sveppinn þegar hann er mjög ungur.

Berserkjaveppur er eitraður og inniheldur nokkur geðvirk efni. Sjaldgæft er að fólk deyi af neyslu hans en jafnvel lítið magn veldur meltingartruflunum, sljóleika, skapsveiflum og ofskynjunum. Magn eiturefna í sveppnum er þó mjög mismunandi eftir stöðum og árstíma.

Íslenskt nafn sitt dregur af þeirri hugmynd að ...

08/24/2014
Meira

Hentugur matsveppur - Lerkisveppur

Lerkisveppur (Suillus grevillei)

Lerkisveppur (Suillus grevillei)

Pípusveppur með gulan til gulbrúnan hatt og gult pípulag undir honum. Mjög góður matsveppur.

Best er að tína unga sveppi og skera stafinn burt af eldri sveppum þar til sést í fagurgult holdið. Myndar svepprót með lerki og vex álíka langt frá trénu og rótarkerfi þess nær. Vex oft í miklu magni í tiltölulega ungum lerkiskógum.

Ljósmynd: Lerkisveppur (Suillus grevillei) Wikipedia Commons.

08/24/2014
Meira

Prinsessutré á Íslandi

Paulo Bessa stendur við stærsta prinsessutréð í Birkihlið. Prinsessutré (Paulownia tomentosa) er fljótvaxnasta tré veraldar en það er upprunnið í mið- og vestur Kína.

Nú hefur Dagur Brynjólfsson í Birkihlíð í Reykholti í Biskupstungum verið að rækta prinsessutré frá því í fyrra og afraksturinn má sjá á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af stærsta prinsessutrénu í gróðurhúsi Dags í dag en prinsessutré vaxa að jafnaði 3-5 metra á ári.

Prinsessutré verða 10-25 metra há og hafa gríðarstór gagnstæð hjartalöguð laufblöð (15-40 sm. í þvermál). Ung tré geta haft þrístæð laufblöð og tiltölulega stærri en á eldri trjám.

Prinsessutréð blómgast snemma á vorin, áður en að tréð laufgast. Ávöxturinn ...

08/23/2014
Meira

Lítið gos hafið í Dyngjujökli

Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja að lítið eldgos sé hafið undir sporði Dyngjujökuls. Þar sem atburður er hafinn hefur Ríkislögreglustjóri ákveðið að færa hættustig upp á neyðarstig og Veðurstofa Íslands hefur fært litakóða vegna flugs upp á rautt, sem þýðir að flug er nú bannað yfir svæðinu.

Talið er að um lítinn atburð sé að ræða enn sem komið er og vegna þrýstings frá jöklinum er óljóst hvort gosið muni eingöngu verða undir jökli eða koma upp úr honum.

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sif er komin að jöklinum með vísindamenn innanborðs og er ekki að sjá gosmökk yfir jöklinum. Engar vísbendingar eru um ...

08/23/2014
Meira

Með Náttúrunni

Steinunn Harðardóttir ræðir við fólk í eldlínunni

Messages: