Haustið, tíminn til að skipuleggja

 

Samfara því að taka upp úr beðunum er gott að tína gömul, fölnuð blöð og láta sniglana ekki verpa undir þeim. Eins þarf að hreinsa burt illgresi en það er yfirleitt létt verk á haustin. Um haugarfann segir í Matjurtabók Garðyrkjufélagsins að hann sé algengastur og frægastur að endemum, svo almenningur nefni jafnvel allar aðrar illgresistegundir eftir honum. Viðkoman sé óskapleg og lygileg. Vitað sé að íslensk haugarfaplanta hafi borið 110 þúsund frækorn. Og að baldursbrá – eitt hið fegursta blóm hins íslenska jurtaríkis – hafi borið 310 þúsund fræ í athugunarstöð erlendis. Af þessum tölum megi hver garðeigandi sjá, að betra sé að láta ekki mikla viðkomu þessara plantna eiga sér stað í garði sínum.

Þegar gengið er frá beðunum er rétti tíminn til að íhuga og skipuleggja fyrir næsta ár. Skrá niður og ákveða sáðskiptin. Undirbúa ný beð, athuga möguleika á að stækka eða auka við sig eða minnka og hvíla beð. Gott er að hafa öll beðin saman til að verjast betur illgresi í jöðrunum, ef það er vandamál. Matjurtagarður þarf skjól. Núna er tilvalið að undirbúa eða planta skjólvegg en líka má gera vegg úr plastrenningi eða timbri. Beðið þarfnast sólar, best er að hafa það þar sem sólargangurinn er lengstur og það má gjarnan vera nálægt eldhúsinu til að maður kveinki sér ekki við að skjótast út eftir kryddi, jafnvel í mikilli rigningu. „Eldhúsgarðurinn“ er hann kallaður á öllum nágrannatungumálunum. Það þarf að hafa gott afrennsli og sæmilega auðveldan aðgang að vatni, svo hægt sé að vökva. Það þarf verkfæraskúr eða geymslu. Þar sem heimilisgróðurhús finnast eru þau oft full af kössum, pottum, garðstólum og hjólum fjölskyldunnar. Ástæðan er augljós. Það vantar verkfæraskúr og hann þarf yfirleitt að vera jafn stór og gróðurhúsið, til að geyma í áhöld og ílát.

Hvað ætlum við að rækta?
Þó við eigum ekki geymslu fyrir kartöflur er hægt að rækta nóg til að eiga nýjar kartöflur 3–4 mánuði á haustin, jafnvel hálft árið. Það má hugsa sem svo að hvert kartöflugras dugi í eina máltíð fyrir fjóra. Þá þyrfti fjögurra manna fjölskylda 90 útsæðiskartöflur fyrir þrjá mánuði. Hvað þurfum við margar rófur? Fyrir litla fjölskyldu er ein stór rófa nóg á viku, jafnvel aðra hverja viku. Hvað keyptum við margar rófur á síðasta ári? Það kemur í ljós að 10–20 rófur gera heilmikið. Sama með hvítkálshausa – hvað haldið þið að keyptir séu margir á ári? Tveir til fjórir skapa mikla tilbreytingu. Spurning hvort við getum aukið við okkur salati eða kryddbeðum? Var nóg af steinselju í fyrra til að frysta? Viljum við reyna eitthvað nýtt á næsta ári?

Hvaða plöntur þola frost?
Haustið er góður tími til að veita plöntunum eftirtekt og athuga hverjar þola svolítið næturfrost. Kartöflugrösin eru viðkvæmust fyrir frosti en kartöflurnar sjálfar geta vaxið í tvær vikur eftir að grösin falla. Salat er næstum eins viðkvæmt fyrir frosti, því blöðin eru svo fínleg. Einstaka plöntur batna við fyrsta frost eins og rósakál. Grænkál, spergilkál, blaðbeðja, steinselja og rifsber kippa sér ekki upp við eina frostnótt. Það er hægt að verja hrokknu steinseljuna með akrýli lengi frameftir, því hún vex á takmörkuðu svæði og er ekki hávaxin. Rófur og gulrætur verða að þiðna í moldinni af sjálfu sér áður en þær eru teknar upp. Fæstar plöntur þola þó margendurtekið frost. En með útsjónarsemi er hægt að teygja ræktunina töluvert fram á haustið, þegar veðurfarið er Skipulag eldhúsgarðsins míns (mynd í þremur hlutum).sæmilegt. Það gerist líka frá náttúrunnar hendi, ef sumarið hefur verið sólarlítið og plönturnar þroskast hægt.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. 

Grafík: Skipulag fyrir eigin eldhúsgarð 2013, Guðrún Tryggvadóttir.

09/23/2014
Meira

Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar

Landsvirkjun vekur athygli á að umhverfisskýrsla Landsvirkjunar fyrir árið 2013 er komin út en hún er í fyrsta sinn eingöngu gefin út á rafrænu formi.
 
Skýrslan í ár er sú umfangsmesta sem fyrirtækið hefur gefið út enda bíður rafræn framsetning gagna upp á víðtæka möguleika þar um. Markmið rafrænnar útgáfu er að auka aðgengi almennings að upplýsingum sem snúa að umhverfismálum fyrirtækisins.

Ábendingum eða athugasemdum við efni skýrslunnar má koma á framfæri við Ragnheiði Ólafsdóttur, umhverfisstjóra Landsvirkjunar.

Smellið hér til að kynna ykkur skýrsluna.

09/23/2014
Meira

Með náttúrunni – viðtalsþáttur í Grænvarpinu

Í ágúst 2014 hóf göngu sína nýr þáttur í Grænvarpi Náttúran.is. Það er þátturinn „Með náttúrunni“ í umsjón Steinunnar Harðardóttur sem margir þekkja fyrir þáttinn „Út um græna grundu“ sem hún stýrði á laugardagsmorgnum á Rás 1 til fjölda ára.  

Steinunn hefur nú tekið upp þráðinn hérna á vefnum og sér um viðtalsþætti undir yfirsögninni „Með náttúrunni“.

Fyrsta serían hefur undirtitilinn „Í eldlínunni“. Í hverjum mánuði verður rætt við einstakling sem hefur verið í eldlínunni í náttúruverndarbaráttunni hér á landi.

Í ágúst heyrðum við í Mumma, Guðmundi Inga Guðbrandssyni framkvæmdastjóra Landverndar og í september ræðir Steinunn við Sigþrúði Jónsdóttur ...

09/23/2014
Meira

Ný norræn loftslagsáskorun á að efla umhverfisvitund barna

Norræna ráðherranefndin gerir norræna loftslagsdaginn, 11. nóvember, að merkisdegi í ár. Þá verður nefnilega ýtt úr vör nýju og metnaðarfullu n22/09 2014

Loftslagsnámsefnið er ætlað til kennslu náttúruvísinda- og samfélagsgreina, en einn hluti þess er spennandi norræn skólasamkeppni um orkusparnað sem nefnist „Loftslagsáskorunin“.

„Með Loftslagsáskoruninni leggja Norðurlönd aukna áherslu á sjálfbærni með því að hvetja í senn til samstarfs og samkeppni í kennslu um orku- og umhverfismál í norrænum grunnskólum,“ segir framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Dagfinn Høybråten, í tengslum við opnun vefgáttarinnar.

Norræna loftslagsáskorunin er tilboð til norrænna skóla um samstarf, sameiginlega fagþekkingu og menntun til að stuðla að sameiginlegri ...

09/22/2014
Meira

Húsið - app fyrir iOS og Android um allt á heimilinu

Húsið, smellt á eldhúsið á inngangsmyndNáttúran.is kynnir iOS og Android útgáfu af nýju appi Húsið um allt á heimilinu og nágrenni þess, fyrir alla fjölskylduna.

Ná í Húsið fyrir iOS.
Ná í Húsið fyrir Android

Appið er ókeypis eins og allt sem Náttúran.is þróar til að skapa sjálfbært samfélag. 

Í Húsinu eru þrír flokkar, Húsið og umhverfið, Merkingar og Leikir.

Húsið og umhverfið virkar þannig að þegar þú smellir á einstaka rými innan og utan dyra og síðan á einstaka hluti birtast upplýsingar um hvernig atriði eins og umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting, sparnaður og hagsýn og vistvæn innkaup geta tengst þeim.

Merkingar
Hér ...

09/22/2014
Meira

Vistræktarfélag Íslands sett á stofn

Kaffi- og tepása á aðalfundi Vistræktarfélags Íslands.Um tuttugu manns mættu á fyrsta aðalfund Vistræktarfélags Íslands (VÍ) sem haldinn var í gær, 20. september, í sal Dýrverndunarsamtaka Íslands.

Samkvæmt samþykktum hins nýstofnaða félags er tilgangur þess að vinna að framgangi vistræktar á Íslandi og styðja þá sem stunda vistrækt, búa til ramma fyrir kennararéttindi innan vistræktar á Íslandi og vottun þeirra auk þess að vera vettvangur fyrir samfélag þeirra sem aðhyllast hugmyndafræði vistræktar. Fundurinn setti á stofn átta vinnuhópa sem munu móta fjölbreytt verkefni félagsins á næstunni.

Átta meðlimir voru kjörnir í stjórn, þau Viktoría Gilsdóttir, Steinunn Ásgeirsdóttir, Benedikt Axelsson, Mörður Gunnarsson Ottesen, Herdís Unnur Valsdóttir, Guðrún ...

09/21/2014
Meira

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill betri upprunamerkingar matvæla

Villandi merking á hamborgaraumbúðum frá Íslandsnaut þar sem upprunaland er síðan tiltekið sem Spánni.Það skiptir meira en fjóra af hverjum fimm Íslendingum máli að upplýsingar um upprunaland séu á umbúðum matvæla við ákvörðun um kaup. Þar af telur tæpur helmingur (48%) að það skipti miklu máli og rúmur þriðjungur (35%) að það skipti nokkru máli. Aðeins 17% telja að það skipti litlu eða engu máli. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin sem eru í samstarfi um bættar upprunamerkingar matvæla. Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga telur að bæta þurfi upprunamerkingar.

Þá telja rúmlega sjö af hverjum tíu landsmanna að ...

09/21/2014
Meira

Ýmsar rætur

Ýmsar rætur villtra og hálfvilltra jurta eru rammar og ég velti því fyrir mér næstum á hverju vori hvernig formæður mínar hafi farið að því að gera úr þessu mat, jafnvel hungurmat. Það má alveg, sem ígildi fórnfæringar vegna nútímavelgengni, þegar óþolinmæðin eftir nýjum jurtum er komin á ákveðið stig, grafa upp rót og rót og reyna að nota þær í eldhúsinu. Það var þó eitt vorið, að í staðinn fyrir að róta í moldinni, þá brá ég mér niður á jarðhæð undir Þjóðarbókhlöðunni og hinir hjálpsömu bókaverðir leituðu enn lengra niður í kjallara í bókageymsluna og grófu upp Matjurtabók ...

09/21/2014
Meira

Umhverfismats- dagurinn

Rör á Skarðsmýrarfjalli á Hellisheiði.Umhverfismatsdagurinn verður haldinn í Kaldalóni, Hörpu, föstudaginn 26. september k. 13:00-16:30.

Dagskrá Umhverismatsdagsins tekur mið af því að 20 ár eru frá gildistöku laga um mat á umhverfisáhrifum. Horft verður yfir farinn vef og til framtíðar.

Dagskrá:

13:00 Ávarp - Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

13:15 Saga og framtíð mats á umhverfisáhrifum með hliðsjón af nýrri tilskipun Evrópusambandsins. Giacomo Luciani, frá The Directorate - General for the Environment, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins

14:00 Umræður

14:20 Kaffihlé

14:40 20 ára saga mats á umhverfisáhrifum á Íslandi. Núverandi og fyrrverandi sviðsstjórar umhverfissviðs Skipulagsstofnunar.
Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta, Ásdís ...

09/20/2014
Meira

Hlýnun

Eitt verka Kristínar af sýningunni.Kristín Pálmadóttir opnar sýninguna „Hlýnun“ laugardaginn 20. september í sýningarsal félagsins Íslensk Grafík Hafnarhúsinu hafnarmegin.

Kristín útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands fyrir 20 árum síðan. Megin viðfangsefni hennar síðustu ár hefur verið ljósmyndaæting og málun. Myndefni í báðum miðlum tengjast náttúrunni, krafti hennar og breytingum. Hvaða áhrif hefur hlýnun jarðar á umhverfi okkar. Hluti verka sýningarinnar eru tengd þeim hugleiðingum.

Sýningin stendur til 5. október 2014 og er opin fimmtudaga til sunnudags frá 14:00-18:00.

09/20/2014
Meira

Lífríki Íslands: vistkerfi lands og sjávar

Út er komin bókin Lífríki Íslands: vistkerfi lands og sjávar eftir Snorra Baldursson líffræðing. Í henni er fjallað um vistkerfi lands og sjávar og er hún hvoru tveggja hugsuð sem fræðibók fyrir almenning og uppflettirit fyrir nemendur og kennara á öllum skólastigum.

Í bókinni, sem er ætlað að efla náttúruvitund þjóðarinnar, er rýnt í vistkerfi Íslands og fjallað um lífríki sjávar og strandsvæða; lífríki ferskvatns, bæði straum- og stöðuvatna, og lífríki þurrlendis. Meðal annars er fjallað um:

  • sögu og þróun lífríkisins og hvernig það hefur mótast af hnattstöðu landsins og ólífrænum öflum sem á það verka.
  • samsetningu lífríkisins og sérstöðu ...
09/20/2014
Meira

SO2-mælum stórfjölgað um land allt

Kort af mælistöðvum.Á allra næstu dögum mun Umhverfisstofnun í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra auka stórlega vöktun á styrk  brennisteinsdíoxíðs (SO2) frá eldgosinu í Holuhrauni. Keyptir hafa verið 40 mælar og verður mælingin í höndum þeirra sem starfa að almannavörnum á hverjum stað, s.s lögreglu.  Við kaup á mælum var lögð höfuðáhersla á að kaupa mæla sem auðveldlega mætti koma fyrir á sem flestum stöðum um land allttil að tryggja sem þéttast mælinet á sem stystum tíma og kosturinn við að hafa þá hreyfanlega auðveldar einnig viðbragðsteymum að bregðast skjótt við ófyrirséðum aðstæðum.

Vegna eldgossins í Holuhrauni hefur undanfarið verið unnið að ...

09/19/2014
Meira

Með náttúrunni - Sigþrúður Jónsdóttir í eldlínunni - 3. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Sigþrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur í Eysta Geldingaholti í Gnúpverjahreppi er í eldlínunni hjá okkur í september. Hún hefur verið ötull baráttumaður fyrir verndun Þjórsárvera.  Í fyrsta viðtalinu við hana sagði hún frá tengslum sínum við Þjórsárver og sögu baráttunnar fyrir verndun þeirra. Síðan sagði hún frá ást sinni á sauðfé og áhuga á beitarmálum allt frá barnæsku,  landbúnaðarnámi í Wales og beitarrannsóknum á Auðkúluheiði. Á tímabili leit út fyrir að sigur væri að vinnast varðandi verndun Þjórsárvera. Björninn var þó ekki unninn og enn þarf að grípa til vopna til að koma í veg fyrir að ...

09/19/2014
Meira

Opið bréf til forstjóra Landsvirkjunar, umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra

Þjórsárver, ljósm. Guðrún TryggvadóttirReykjavík, 18. september 2014

Við viljum með þessu bréfi vekja athygli á hættu á stórkostlegum skemmdum á lífríki Þjórsárvera.

Við framkvæmdir við Kvíslaveitu á 9. og 10. áratug síðustu aldar var kvíslum sem falla í Þjórsá úr austri veitt í Þórisvatn með neti skurða og lóna. Stærsta lónið er Kvíslavatn austan Þúfuvers. Við vesturströnd lónsins, þ.e. ofan Þúfuvers, eru nokkrar stíflur og ein þeirra er flóðvar. Hún er lægri en hinar stíflurnar og hönnuð til þess að bresta við flóð en veitir um leið öllu vatninu beint niður í Þjórsárver. Kvíslaveita var byggð áður en lög um mat á ...

09/19/2014
Meira

Af baunarækt í Ölfusi

Nýtíndir baunabelgir í poka.Vorið 2012 ákvað ég að reyna við baunarækt, jafnvel þó að það hafi ekki gengið nógu vel árið áður. Ástæðan þá var sennilega sú að ég útbjó ekki klifurgrindur fyrir þær svo baunagrösin uxu í flækju við jörð og baunamyndunin varð því ekki mikil.

Baunaræktunin var það sem veitti mér hvað mesta ánægju í garðinum mínum þetta sumar. Það kom mér svo á óvart hve auðveld hún var og hvað baunirnar voru stórkostlega bragðgóðar.

Baunir eru strangt tiltekið ekki grænmeti heldur eru þær belgjurtir (legume) og eru stútfullar af prótíni. Ég aðhylltist jurtafæði eingöngu alveg frá því ég var tvítug ...

09/18/2014
Meira

Bíllausi dagurinn er 22. september

Tilgangur „bíllausa dagsins“ er að fá fólk til að huga að öðrum ferðamáta en með einkabílum. Fyrir fjölda fólks eru til valkostir s.s. almenningsvagnar, reiðhjól, ganga eða samflot. Nú á tímum samdráttar hefur dregið úr akstri einkabíla og aukinn áhugi er á öðrum leiðum. En það er náttúrulega ekki nóg að breyta háttum sínum einn dag á ári. Það þarf að breyta háttum allt árið.

Ljósmynd af hjolreidar.is.

09/18/2014
Meira

Loftslagsganga í Reykjavík

System Change not Climate ChangeÞann 23. September næstkomandi munu leiðtogar heims funda í New York um loftslagsbreytingar. Aðalritari Sameinuðuþjóðanna, Ban Ki-moon, er gestgjafi fundarins og markmið hans, og um leið alþjóðasamfélagsins, er að gefa ráðamönnum tækifæri til að ræða nauðsyn aðgerða, nú rúmu ári fyrir Loftslagsþingið sem haldið verður í París í lok næsta árs. Þar er stefnt að bindandi samkomulagi aðildarríkjanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Til að undirstrika kröfur okkar um að Ísland axli sína ábyrgð stefnum við að því að hittast þann 21. september kl. 14:00 á horni Kárastígs, Frakkastígs og Njálsgötu (nálægt söluturninum Drekinn – eða á „Drekasvæðinu“). Gengið verður ...

09/18/2014
Meira

Að frysta vetrarforða af hvítkáli

Hvítkál skolað eftir snögga suðu.Ef hvítkálsuppskeran hefur gengið „of“ vel og erfitt er að torga uppskerunni, jafnvel þó hvítkál geymist mánuðum saman í kæli, hefur þessi aðferð reynst mér vel.

Snöggsjóðið hvítkál:

Hvítkálið er skorið niður og kastað örskotsstund í sjóðandi vatn. Veitt strax aftur upp úr og kælt undir rennandi vatni í sigti. Sett í llitla poka og fryst. Frysta hvítkálið er svo hægt að nota í alls kyns rétti allan veturinn og fram á vor.

Hvítkálið komið í litla nestispoka, tilbúið til frystingar.

 Ljósmyndir: Guðrún A. Tryggavdóttir.

09/18/2014
Meira

Fyrsti aðalfundur Vistræktarfélags Íslands

Þátttakendur í vistræktarnámskeiði í Alviðru í sumar gera bingbeð (Hügelbett)Fyrsti aðalfundur Vistræktarfélags Íslands verður haldinn laugardaginn 20. september kl. 14:00 í húsnæði Dýraverndarsambands Íslands að Grensásvegi 12a.

Vistræktarfélag Íslands var formlega stofnað í ágúst sl.

Til að öðlast atkvæðisrétt á fundinum er gestum boðið að gerast félagar við innganginn. Allir velkomnir!

Dagskrá:

  • Setning aðalfundar
  • Hefðbundin aðalfundarstörf s.s. stefnumörkun félagsins, kjör stjórnar og ákvörðun félagsgjalds
  • Aðlfundi slitið
  • Kynningar á vistræktarverkefnum þ.á.m. Vistræktarsíðu Náttúran.is.
  • Samvera / veitingar

 

09/18/2014
Meira

Messages: