Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt

Sigurður Eyberg.Þér er boðið á frumsýningu heimildarmyndar Sigurðar Eyberg sem nefnist „Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt“ en hún fjallar um Sigga og baráttu hans við að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru samfélagi.

Frumsýning er í Háskólabíói þ. 20. apríl kl. 15:00.

Siggi reynir að ná Vistsporinu sínu inn fyrir mörk sjálfbærninnar en það er fátt í íslensku samfélagi sem styður slíka baráttu og Siggi finnur fljótt að það er hægara sagt en gert að ná því. En er það hægt? Nær Siggi takmarkinu?

Sjá stiklu úr myndinni.

Sjá viðburðinn á Facebook.

Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis í boði Háskóla Íslands

Nánar hér að neðan og á https://vistspor.wordpress.com:

Ágangur manna á jörðina er orðin slíkur að hún hefur ekki lengur undan að framleiða hin náttúrulegu gæði sem mennirnir nýta (Wackernagel, 2009). Fólksfjölgun og aukin neysla ræður hér mestu um (Dietz et al, 2007) og er neyslan nú orðin slík að talið er að mannkynið sem heild noti nú auðlindir sem jafnist á við 1,3 jarðir á ári (globalfootprintnetwork.org).

Þetta þýðir það að við erum að ganga á höfuðstólinn í stað þess að lifa af vöxtunum eins og við höfum gert í gegnum aldirnar. Af þessum sökum hefur ákallið um sjálfbæra þróun orðið stöðugt háværara síðustu ár. Vandinn við sjálfbæra þróun er að það er ekki hlaupið að því að vita hvenær einstaklingar eða stærri hópar manna lifa innan marka sjálfbærni og hvenær ekki (Paton, 2008).

Til að leysa úr þessum vanda hafa komið fram fjölmargar mælistikur eða vísar sem ætlað er að leggja mat á einmitt þetta. Ein slík er mæling á svokölluðu Vistspori (Ecological Footprint). Í þessari heimildamynd, er leitast við að kanna hversu raunhæf þau mörk eru sem gefin eru í vistsporsmælingum. Er, samkvæmt þessari hugmyndafræði, hægt að lifa innan marka sjálfbærni í því samfélagi sem við lifum og hrærumst í á Íslandi árið 2009? Og ef svo, hvaða fórnir þarf að færa og hvers konar lífstíl býður slíkt uppá?

04/19/2016
Meira

Ástand íslenska lómastofnsins

Mánudaginn 18. apríl kl.20:30 mun Ævar Petersen fuglafræðingur halda fræðslufund um lóminn í sal Arion banka Borgartúni 18 sem ber heitið ástand íslenska lómastofnsins.
Rannsóknir hafa verið stundaðar á lómum frá árinu 2006 en fyrir þann tíma hafði þessi tegund vakið litla athygli til rannsókna hér á landi. Upphaflega voru settir ljósritar á lóma en einnig fylgst með ástandi stofnsins og varpárangri. Jafnframt hefur upplýsingum verið safnað um varpstaði lóma í landinu.

Í fyrirlestrinum verður þó mest fjallað um samanburð milli tveggja svæði í landinu, á Mýrum á Vesturlandi og Núpasveit – V-Sléttu á Norðausturlandi, sem staðið hefur yfir ...

04/14/2016
Meira

Plastvinnsla á heimaslóð

Það er margt sem á sér stað langt undir radar stóriðju og heimsmarkaðar. Hugsjónafólk leggur höfuðið í bleyti til að leita leiða í baráttu við sóun og mengun. Oft án þess að ætlast til endurgjalds eða hagnaðar en í þeirri von að heimurinn skáni örlítið og skaðinn sem við völdum á umhverfi okkar verði minni svo börnin okkar og þeirra börn taki ekki við deyjandi ruslahaug.

Dave Hakkens er einn slíkra og hefur ásamt félögum sínum hannað vélar og búnað til að endurvinna plast í smáum stíl. Búnaðurinn er gerður úr íhlutum og efni sem auðvelt er að nálgst víðast ...

04/14/2016
Meira

Vilja Jökulsárlón inn í Vatnajökulsþjóðgarð


Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að festa kaup á jörðinni Felli í Suðursveit sem á austurbakka Jökulsárlóns og vernda það ásamt Breiðamerkursandi í heild sinni sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Þá skorar Landvernd á stjórnvöld að veita auknu fjármagni í rannsóknir á einstöku lífríki Jökulsárlóns og í náttúruvernd á svæðinu.

Aðalfundur Landverndar árið 2015 ályktaði og skoraði á stjórnvöld að friðlýsa Jökulsárlón og Breiðamerkursand sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Vesturbakki Jökulsárlóns er þjóðlenda í eigu ríkisins en austurbakkinn tilheyrir jörðinni Felli í Suðursveit, sem er í eigu yfir 30 aðila. Auglýst hefur verið uppboð á jörðinni í dag, fimmtudag.

Jökulsárlón hefur ...

04/14/2016
Meira

Endurvinnslu – App Náttúrunnar

Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, engum til gagns né gleði, hefur Náttúran þróað Endurvinnslukort sem segir þér allt um endurvinnsluflokkana, sýnir þér hvar næsta grenndargám eða endurvinnslustöð í þínu næsta nágrenni er að finna og segir þér einnig hvaða flokkum er tekið á móti þar. Þú getur einnig valið hvaða heimilisfang sem eru og séð þjónustur í nágrenni þess. Endurvinnslukort er bæði til í vef- og app útgáfu.

Skoðaðu Endurvinnslukortið hér á vefnum.

Sækja forritið

 

 

 
Náðu þér í Endurvinnslu app Náttúrunnar fyrir iOS, ókeypis ...

04/13/2016
Meira

Endurvinnslukortið: Flokkun - ekkert mál!

Endurvinnslukortið á dalir.isNáttúran.is verður með kynningu á íbúafundi í Búðardal í kvöld þ. 12. apríl kl. 20:00 en fyrir ári síðan slóst Dalabyggð í hóp sveitarfélaga sem er í beinni samvinnu um þróun Endurvinnslukorts sérstaklega fyrir sveitarfélagið og birtist kortið á vefsvæði sveitarfélagsins dalir.is. auk þess að vera aðgengilegt á vef Náttúrunnar og í Endurvinnsluappinu.

Aðstandendur vefsins Nátturan.is þau Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur kynna Endurvinnslukortið og hvernig hægt er að standa sem best að flokkun heimafyrir.

 

04/12/2016
Meira

Vorverkin hefjast

Í huga garðyrkjumannsins og safnarans spannar vorið tímabilið frá jafndægrum til 17. júní. Þó verður það aldrei neglt niður eftir almanaki. Veðráttan segir mest til um hvort vorar seint eða snemma og vorið er því ástand ekki síður en ákveðið tímabil. Til að hafa reglu á lífi sínu, og geta svarað vinum og fjölskyldu varðandi ferðalög og aðrar áætlanir, er þó gott að miða við að ljúka sáningu einhvern ákveðinn dag. Ég miða við 20. maí fyrir sáningu og áætla að ljúka því að planta út fyrir 17. júní. Nú teygja plöntun og tilflutningar trjáplantna sig lengra fram á sumarið ...

04/08/2016
Meira

60% landsmanna á móti, 15% fylgjandi frekari stóriðju

Dynkur í Þjórsá. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir rammaáætlun og birt var í drögum að lokaskýrslu verkefnisstjórnarinnar og sem kynnt var á dögunum (sjá skýrsluna) kemur fram að skiptar skoðanir séu meðal landsmanna til orkunýtingar og verndunar en 60 % landsmanna eru á móti frekari stóriðju en 15% með.

04/02/2016
Meira

Rammaáætlun birtir drög að flokkun virkjanakosta

Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur lagt fram drög að lokaskýrslu 3ja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Í skýrslunni er gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða.

Verkefnisstjórn leggur til að eftirfarandi kostir fari í orkunýtingarflokk:  Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Austurengjar, Hverahlíð II, Þverárdalur og Blöndulundur.

Í verndarflokk fari fjögur svæði með eftirtöldum virkjunarkostum: Héraðsvötn (Villinganesvirkjun, Skatastaðavirkjanir C og D), Skjálfandafljót (Fljótshnúksvirkjun og Hrafnabjargavirkjanir A, B og C), Skaftá (Búlandsvirkjun) og Þjórsá vestur (Kjalölduveita).

Í biðflokk fari tveir virkjunarkostir í Hólmsá (við Atley og án miðlunar), Búðartunguvirkjun, Hagavatnsvirkjun, Stóra-Laxá, Trölladyngja, Innstidalur, Hágönguvirkjun, Fremrinámar og Búrfellslundur.

Ekki lágu fyrir nægileg gögn til að meta Austurgilsvirkjun ...

03/31/2016
Meira

Grænir skátar safna dósum

Kassar til að safna dósum í fyrir Græna skáta.Grænir skátar hafa sérhæft sig í söfnun á skilagjaldsskyldum umbúðum. Félagið er í eigu Bandalags íslenskra skáta og hefur starfað síðan 1989.

Grænir skátar eru með móttökustöðvar víðsvegar um landið þar sem allir geta losað sig við dósir og gefið áfram. Gámar frá Grænum skátum eru víða staðsettir eins og sjá má á kortinu á veffnum graenirskatar.is.

Gámar Grænna skátaverða innan skamms einnig staðsettir á Endurvinnslukortinu, þar sem við leitumst við að hafa allar upplýsingar um endurvinnslumóttöku á öllu landinu aðgengilegar.

Fyrirtækjaþjónusta Grænna skáta sér einnig um að sækja dósir til fyrirtækja og félagasamtaka.

Allur ágóði af starfsemi Grænna ...

03/31/2016
Meira

Náttúran á ferð um Norðurland

Guðrún og Einar Bergmundur við kynningarbás Náttúrunnar í Hörpu.Náttúran.is verður með fyrirlestur á aðalfundi Fjöreggs - félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, á Hótel Reynihlíð fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00.

Aðstandendur vefsins Nátturan.is, Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur munu kynna vefinn og þau verkfæri sem boðið er upp á til að efla umhverfismeðvitund og draga úr sóun.

Þau fjalla um hvernig almenningur getur sýnt frumkvæði og átt samstarf við stofnanir og yfirvöld um leiðir til fræðlsu og úrbóta.

Vefurinn Náttúran.is er margþætt safn upplýsinga sem fléttast í nokkur viðmót eftir því hvað notandinn vill nálgast. Helst er að nefna Endurvinnslukortið, Græna kortið, Húsið ...

03/30/2016
Meira

Viku gamlar kúrbítsplöntur

6 dagar frá sáningu. Zuccini summer squash, Black beauty. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir..Sáðtíðin hefur hafist í höfuðstöðvum Náttúrunnar í Alviðru.

Þann 20. mars sl. sáði ég nokkrum kúrbítsfræjum og 6 dögum síðar leit bakkinn svona út (sjá efri mynd).

Daginn eftir höfðu þær næstum tvöfaldast að stærð (sjá neðri mynd) sem þýðir að í síðasta lagi á morgun þurfa þær meira rými, sína eigin potta.

Af reynslunni að dæma veit ég að áður en langt um líður verða þetta gríðarstórar plöntur sem gefa vel af sér í einföldum óupphituðum plastgróðurhúsum. Í raun reyndist kúrbítsræktunin sú allra gjöfulasta hjá mér í gróðurhúsinu í fyrrasumar.

Sjá grein um Kúrbítinn stóra.

7 dagar frá sáningu. Zuccini summer squash, Black beauty. Ljósm. Einar Bergmundur.

03/29/2016
Meira

Á að fórna náttúruperlum fyrir ósjálfbærar jarðgufuvirkjanir?

Sofandi tröll á Reykjanesi. Ljósm. Ellert Grétarsson.Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands heldur málstefna undir yfirstögninni  „Á að fórna náttúruperlum fyrir ósjálfbærar jarðgufuvirkjanir?“ í Norræna húsinu miðvikudaginn 6. apríl nk. kl. 16:30.

Þar verður m.a. fjallað um gildi landslags á Reykjanesi og hve framkvæmdir geta spillt upplifun þess sem þar vill njóta náttúrunnar í sem upprunalegastri mynd. Sýndar verða myndir af ýmsum náttúrperlum svæðisins sem sumum hverjum verður e.t.v gjörbreytt á næstunni. Fjallað verður um hugsanlegar afleiðingar af nýtingu háhitasvæða til raforkuframleiðslu og takmörk varanleika þeirra.

Efnisflytjendur hafa, hver á sínu sviði, rannsakað þessi mál vandlega. Benda má á að í tímaritinu Náttúrufræðingurinn 82. árg. 1 ...

03/28/2016
Meira

Gleðilega páskahátíð

Náttúran.is óskar öllum velunnurum, viðskiptavinum og lesendum sínum gleðilegrar páskahátíðar.

Grafík: Þroskastig lauks túlipanans, úr myrkrinu í ljósið. Guðrún Tryggvadóttr ©Náttúran.is.

 
 
03/27/2016
Meira

Páskar

Hrossagaukshreiður. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Páskadagurinn getur fallið á tímabilið frá 22. mars til 25. apríl. Sú regla, sem miðar við tunglmánuði og jafndægri á voru, var samþykkt á kirkjuþingi í Nikeu í Litlu Asíu árið 325 e. Kr. Aðrar hræranlegar kirkjuhátíðir svosem föstuinngangur og hvítasunna færast til í árinu með páskum. Páskahátíðin er hinsvegar langtum eldri meðal gyðinga og var til löngu fyrir daga Móse, meðan Hebrear voru enn hirðingjar. Var hún þá haldin til að fagna fæðingu fyrstu lambanna sem einskonar uppskeruhátíð hirðingjanna. Þá átu þeir páskalambið með viðhöfn einsog Jesús síðar með lærisveinum sínum.

Hátíðin heitir á hebresku pesakh, en það orð ...

03/27/2016
Meira

Lóan er komin að kveða burt snjóinn

Teikning: Lóa eftir Jón Reykdal.Lóa sást á vappi við Garðskagavita fyrir hádegi í dag. Hún er örlítið seinni á ferðinni en í fyrra sást fyrsta lóan þ. 12. mars en að meðalkomutími hennar sl. tvo áratugi er þ. 23. mars.

Lóan hefur lengi verið okkar helsti vorboði. Sagt er í þekktu ljóði að hún komi og kveði burt snjóinn og leiðindin en lóan hefur oft verið yrkisefni skálda. Lóan er algengur varpfugl hér á landi og er stofn hennar sterkur. Hún er farfugl og sjást fyrstu lóurnar oftast í lok mars eða byrjun apríl. Hún heldur sig að fyrstu við ósar og ár en ...

03/26/2016
Meira

Föstudagurinn langi

Hann heitir einnig langafrjádagur og mun það upphaflegra nafn, þótt eldri bókfest dæmi finnist um hitt. Orðið frjádagur mun semsé eldra en föstudagur, sem er tilkomið við tittnefnda dagheitabreytingu á 12. öld eða fyrr. Frjádagur mun fela í sér gyðjunafn eða ásynju, sem ólítið á skylst við þær Frigg og Freyju. Dagurinn hét á latínu dies Veneris, Venusardagur, og sú germanska gyðja, sem helst samsvaraði Venusi, hét Fría á þýsku og Fríg á engilsaxnesku. Og í Hauksbók frá 14. öld segir reyndar berum orðum: “En hinn 6. dag gáfu þeir hinni örgu Venu, er heitir Frigg á dönsku. „Í samræmi ...

03/25/2016
Meira

Skírdagur

Hann hefur sjálfsagt upphaflega heitið hér skíriþórsdagur eins og skjærtorsdag á dönsku og Shere-thursday á ensku. Þó finnst ekki nema eitt dæmi um það orð í íslenskum fornritum og er það frá 14. öld. Ástæðan er vitaskuld afnám dagsheitanna Týsdagur, Óðinsdagur og Þórsdagur á 12. öld , hvort sem Jóni biskupi Ögmundssyni er þar réttilega um kennt. Hefur vafakaust þótt meira en lítil goðgá að nefna Þór í tengslum við svo ginnhelgan dag.

Skírdagur er haldinn í minningu þess, er Jesú innsetti hina heilögu kvöldmáltíð og þó fætur lærisveinanna, eftir að hafa snætt páskalambið með þeim. Lýsingarorðið skír merkir hreinn og ...

03/24/2016
Meira

Alþjóðlegur dagur vatnsins

Í dag þ. 22. mars standa Sameinuðu þjóðirnar fyrir alþjóðlegum degi vatnsins en vatn er ein mikilvægast auðlind veraldar. Án vatns er hvorki hægt að rækta jurtir né brynna skepnum. Án vatns er ekkert líf. Leiðum hugann að því í dag.

Dagur vatnsins á vef Sameinuðu þjóðanna.

03/22/2016
Meira

Messages: