Hægt er að breyta eða endurnýta fatnað, gefa vinum eða auglýsa hann til gjafar eða sölu. Í gáma merkta Rauða krossi Íslands fara allar vefnaðarvörur, t.d. fullorðinsfatnaður, barnafatnaður, yfirhafnir, gluggatjöld, áklæði, teppi og handklæði. Föt og klæði þurfa að vera pökkuð í lokaðan plastpoka. Föt og klæði nýtast til hjálparstarfs innanlands og erlendis á vegum Rauða kross Íslands.

Upplýsingar úr Endurvinnslukorts smáforriti (appi) Náttúrunnar fyrir iPhone og iPad, nú aðgengilegt ókeypis í AppStore.

Grafík: Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
4. mars 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fatnaður“, Náttúran.is: 4. mars 2013 URL: http://natturan.is/d/2013/01/14/fatnadur/ [Skoðað:20. janúar 2019]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 14. janúar 2013
breytt: 4. mars 2013

Skilaboð: